Fréttir

Ljóskur að leik á Stórsýningu Fáks

Ljóskur að leik er eitt atriðiðanna sem verður á Stórsýningu Fáks annað kvöld, Mette Mannseth verður með tvö atriði á sýningunni  og annað þeirra heitir Ljóskur að leik atriði sem ekki má missa af. Sýnir hún samband milli manns og hest sem henni er einni lagið. Einnig verð  fjölmörg flott sýningaratriði. Sem dæmi Hafliði Halldórsson mætir sjálfur með Stórgæðinginn Ás frá Ármóti og Steingrímur Sigurðsson með Mídas frá Kaldbak.  

Íþróttamót Sleipnis um helgina

Sleipnismenn halda íþróttamót sitt um helgina á svæði félagsins á Selfossi. Hægt er að sjá allar upplýsingar um mótið með því að smella á fyrirsagnir í RSS glugga hér til vinstri sem merktar eru "sleipnir.is".

Gullbjörninn ekki dauður úr öllum æðum

Sigurbjörn Bárðarson er sigurvegari Meistaradeildar VÍS 2009. Hann skaut yngri keppinautum sínum hressilega ref fyrir rass. Sigur hans var í höfn áður en úrslit í síðustu keppnisgreinni fóru fram. Eyjólfur Þorsteinsson, sem var með 9 stiga forskot fyrir lokamótið, náði ekki nema einu stigi út úr síðustu tveimur greinunum.

Öll kynbótahross á filmu í Reykjavík, Hafnafirði og á Hellu

Á síðasta ári byrjaði Ben Media með þá þjónustu að taka upp kynbótahross fyrir eigendur og voru á þriðja hundrað hross fest á filmu. Í ár er ætlunin að taka upp öll kynbótahross sem koma í sýningu í Reykjavík, Hafnafirði og á Hellu.

Lokaslagurinn í Meistaradeild VÍS

Síðasta mót Meistaradeildar VÍS  á þessum vetri fer fram í Ölfushöllinni á morgun, fimmtudag. Fjórir knapar eiga fræðilegan möguleika á sigri: Eyjólfur Þorsteinsson, sem nú er efstur með 9 stiga forskot, Sigurbjörn Bárðarson, sem er í öðru sæti, og síðan þeir Hinrik Bragason og Sigurður Sigurðarson. Talið er næsta víst að slagurinn muni standa á mill þeirra Eyjófls og Sigurbjarnar.

Firmakeppni Sóta 2009 úrslit

Firmakeppni Sóta / Minningarmót Ása og Önnu fór fram síðastliðinn laugardag, kosningardaginn,  í dásamlegu veðri.  Mótið hófst á stuttri hópreið um Álftanesið sem endaði á vellinum þar sem allir keppendur og fleiri til, tóku þátt í.  Eftir að formaður setti mótið og minntist þeirra hjóna hófu börnin keppnina.

Æskan og hesturinn Akureyri

Hestamannafélagið Léttir mun standa fyrir sýningunni Æskan og hesturinn á Akureyri 2. maí. Þessi sýning hefur verið haldin á Sauðárkróki undanfarin ár, en samkomulag var gert um að halda sýninguna til skiptis annað hvert ár á Sauðárkróki og Akureyri.

Kynbótasýning í Víðidal

Á morgun miðvikudaginn 29. apríl hefjast skráningar á kynbótasýninguna í Víðidal sem verður dagana 12.-15. maí. Tekið verður við skráningum í síma 480-1800, einnig er hægt að skrá á hross til sýningar á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.bssl.is. Síðasti skráningardagur er 4. maí.

Þétt dagskrá Fáksmanna

Það er þétt dagskrá hjá Fáksmönnum næstu daga og vikur. Þar ber hæst Stórsýningu Fáks í Reiðhöllinni í Víðidal. En fleira skemmtilegt er í vændum, svo sem Hlégarðsreiðin, og svo gæðingamótið sem margir bíða spenntir eftir.

Meistaradeild VÍS - Forsala aðgöngumiða og dagskrá

Forsalan fer fram í hestavöruverslununum Baldvini og Þorvaldi á Selfossi, Líflandi í Reykjavík og Top Reiter í Reykjavík. Húsið tekur um 550 manns, en vegna ársmiða verða einungis 350 miðar seldir. Því er um að gera að tryggja sér aðgöngumiða í tíma því gera má ráð fyrir að það verði uppselt á þetta mót eins og var með fjórgangs- og fimmgangsmótin. Verð á aðgöngumiðanum er 1.500 krónur fyrir 13 ára og eldri og 500 krónur fyrir 12 ára og yngri.