Fréttir

Meistaradeild UMFÍ - þriðja mót

Næstkomandi sunnudag, 5. apríl, verður þriðji keppnisdagur Meistaradeildar UMFÍ.  Veislan hefst kl. 11.00, og stendur fram eftir degi. Keppt verður í tölti og skeiði.  Keppni  hefst í tölti og eftir hlé verður síðan flugskeið í gegn um Rangárhöllina. Rafræn tímataka verður 10 mtr. eftir að komið er inn í höllina og 10 mtr. áður en út úr henni er farið í hinn endann.

Stjörnur í stóðhestum á Ístölti - Þeir allra sterkustu

Það verða stjörnur í stóðhestasýningu á Ístölti – Þeir allra sterkustu. Fyrstan skal þar nefna Álf frá Selfossi, sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölda fólks og hrífur alltaf brekkuna með sér. Knapi Erlingur Erlingsson. Hinn fífilbleiki Ómur frá Kvistum sló í gegn á LM2008, stóð þar efstur í 5 vetra flokki. Knapi á honum er Kristjón Kristjánsson.

Fræknir garpar í fimmgangi Meistaradeildar VÍS

Frægir stóðhestar eru á meðal hesta sem keppa munu í fimmgangi í Meistaradeild VÍS annað kvöld, fimmtudaginn 2. apríl. Þar á meðal eru þeir Tónn frá Ólafsbergi (H:8,83), knapi Daníel Jónsson. Daníel og Tónn voru í úrslitum í fjórgangi í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Einnig eru skráðir Illingur frá Tóftum (H:8,81), knapi Halldór Guðjónsson, og Þytur frá Neðra-Seli (H:8,68).

Equicoach – Markþjálfun sem notar hestinn sem spegil

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri kynnir eftirfarandi sýnikennslu sem er öllum opin og að kostnaðarlausu, en æskilegt að viðkomandi skrái sig til leiks! Equicoach – Markþjálfun sem notar hestinn sem spegil -  er vinsæl nýjung frá Belgíu, sem nú er að nema land á Íslandi.

Miðasala hafin á Ístölt - Þeir allra sterkustu

Miðar á Ístölt – Þeir allra sterkustu - eru komnir í sölu í Líflandi. Miðinn kostar 3000 krónur. Ef einhverntíma hefur verið ástæða til að fá sér einn - þá er það núna! Allar helstu kanónur á meðal íslenskra knapa verða á meðal keppenda, þar á meðal gullverðlaunahafarnir fjórir frá HM2007.

Meistaradeild VÍS - fimmgangur

Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu fimmgangshestum landsins muni berjast í Ölfushöllinni á fimmtudaginn en þá verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild VÍS. Keppni hefst klukkan 19:30 að venju. Hulda Gústafsdóttir hefur sigrað undanfarin tvö ár á Galdri frá Flagbjarnarholti en gera má ráð fyrir því að aðrir knapar í deildinni muni sækja hart að því að ná titlinum af henni.

Lokakvöld KS-deildarinnar

Mikil spenna er fyrir lokakvöldið í KS Deildinni sem fer fram miðvikudagskvöldið 1.apríl. Ómögulegt er að spá fyrir um sigurvegara deildarinnar í vetur. Allt getur gerst þetta síðasta kvöld þar sem í þessum tveimum greinum sem eftir eru, er keppt við klukkuna.

Nýr leiðari fyrir útslitakeppni

Nýr leiðari fyrir úrslit í gæðingakeppni mun líta dagsins ljós innan skamms. Sigurbjörn Bárðarson, formaður fræðslunefndar LH, hefur verið með leiðarann í smíðum um nokkrt skeið og kynnt hann á upprifjunarnámskeiðum gæðingadómara. Sigurbjörn segir að leiðarinn muni hafa töluverðar breytingar í för með sér.

Möller frá Blesastöðum 1A seldur

Stóðhesturinn Möller frá Blesastöðum 1A hefur skipt um eigendur. Kaupandinn er TY-Horsebreeding farm í Danmörku. Seljandi er Kráksfélagið ehf.. Ræktandi er Magnús Trausti Svavarsson á Blesastöðum. Möller verður áfram á Íslandi, í það minnsta næstu tvö til þrjú árin, í umsjón Magnúsar á Blesastöðum. Hann verður að öllum líkindum í útleigu á Vesturlandi árið 2010, en annars heima á Blesastöðum.

Nýhestamót Sörla

Nýhestamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum laugardaginn 4. apríl klukkan 13:00. Skráning verður frá klukkan 11:00-12:00. Skráningargjald er 1.500 krónur.