Stóðhestaveltan - miðasala hefst 1. maí kl. 12:00

Potturinn í stóðhestaveltunni er óvenju glæsilegur í ár, rúmlega 100 stóðhestar í boði, flestir af vinsælustu stóðhestum landsins.

Miðasalan hefst 1. maí kl. 12.00 á hádegi og fer fram í gegnum miðasölukerfi Tix.is  Miðaverðið er 40.000 kr. og hver keyptur miði veitir aðgang fyrir eina hryssu undir hátt dæmdan stóðhest á árinu 2020. Girðingagjald er ekki innifalið.

Fyrstur kemur fyrstur fær athugið að aðeins er hægt að kaupa þrjá miða í senn.
Dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH og verður drátturinn auglýstur síðar.

Þú getur kynnt þér alla hestana sem komnir eru í pottinn í fréttum á heimasíðu LH og hér fyrir neðan:

Stóðhestar 1
Stóðhestar 2
Stóðhestar 3
Stóðhestar 4
Stóðhestar 5