Allt að gerast á Skógarhólum

21. maí 2021
Fréttir

Um helgina mættu nokkrir galvaskir sjálboðaliðar og létu til sín taka á Skógarhólum enn eina ferðina. Það voru þau Jón Davíð Hreinsson, Sigún Guðlaugsdóttir, Róbert Gunnarsson, Karl Gústaf Davíðsson, Guðlaugur, Dynja Guðlaugsdóttir, Oddur Guðlaugsson ásamt staðarhaldaranum Eggert Hjartarsyni.

Steypt var í gólf í salnum og í rifið upp timburgólfið í herberginu við hliðina á innganginum (Bolabás) og það steypt líka.

Það var settur þakkjölur og gengið frá þakkanti. Auk þess var gengið á allar girðingar og þær lagaðar eftir veturinn og að lokum var sett upp bráðabirgðalýsing í salinn. 

Á annan í Hvítasunnu mun Stjórn LH og formenn hestamannafélaga hittast og fara í reiðtúr frá Skógarhólum, eftir túrinn verður svo grillað og spjallað.

Það má því segja að mikið líf og fjör og miklar framkvæmdir hafi verið í þessum mánuði á þessum fallega og skemmtilega stað. 

Vonandi nýta sem flestir hestamenn aðsöðuna á Skógarhólum í sumar en á þessum link er að finna allar upplýsingar um aðstöðu, verð og bókunarstöðu auk eyðublaðs til þess að bóka.