Vinir Skógarhóla

Landssamband hestamannafélaga hefur unnið að endurbótum á aðstöðunni á Skógarhólum á Þingvöllum en margt er enn ógert. Skógarhólar eru kjörinn áningarstaður fyrir hestamenn sem eiga leið á milli landshluta sunnan- og vestanlands. Staðsetningin býður upp á mikla möguleika og viljum við auka nýtingu hestamanna á Skógarhólum og reiðleiðum í nágrenni staðarins.

Í haust var stofnaður félagsskapur um endurbætur á Skógarhólum “Vinir Skógarhóla”, sem eru hópur sjálfboðaliða sem vilja leggja sitt að mörkum til að bæta aðstöðuna þar.

Stjórn LH hefur samþykkt að veita fé í framkvæmdir á Skógarhólum á þessu ári til að gera staðinn betri og meira aðlaðandi og vonumst þannig til að fleiri hestamenn sjái sér fært að nýta staðinn. Það sem til stendur að gera á Skógarhólum í sumar er að skipta um járn á þakinu, gera lagfæringar á eldhúsi, salernis- og sturtuaðstöðu auk þess að fara í endurbætur á girðingum.  

Vinir Skógarhóla ætla að hittast þar 2-3 vinnuhelgar í vor t.d. apríl/maí og hefja vinnu við þau verkefni sem ætlunin er að framkvæma á árinu. LH óskar eftir að hestamannafélögin vestan- og sunnanlands leggi verkefninu lið með því að hvetja félagsmenn sína til að ganga til liðs við Vini Skógarhóla.

Skráðu þig í Vini Skógarhóla hér