U21-landsliðshópur LH 2020

U21-landsliðshópur LH kemur að ýmsum viðburðum, mótum og sýningum sem eru til þess fallnar að efla hestaíþróttir og styrkja liðið til árangurs. Markmiðið er að byggja upp afreksstarf í hestaíþróttum þar sem áhersla er lögð á knapann sem íþróttamann. 
Hér fyrir neðan er skilgreining á viðmiðum fyrir vali á fulltrúum Íslands í  U-21árs landsliðshóp:

 • Íþróttamannsleg framkoma jafnt innan sem utan vallar.
• Mat þjálfara og tilfinning fyrir getu hests og knapa (parsins) til að ná árangri.
• Sigur í sérhverri grein á HM tryggir sæti í landsliðinu.
• Árangur á t.d. Norðurlandamóti, Íslandsmóti og/eða Landsmóti.
• Árangur í íþróttakeppni (WR mót).
• Árangur í gæðingakeppni.

Þeir 17 afreksknapar sem valdir hafa verið í U21árs landsliðshópinn eru: 

Arnar Máni Sigurjónsson 18 ára, Fákur
Benjamín Sandur Ingólfsson 21 ára, Fákur
Bríet Guðmundsdóttir 21 ára, Sprettur
Egill Már Þórsson 18 ára, Léttir
Glódís Rún Sigurðardóttir 18 ára, Sleipnir
Guðmar Freyr Magnússon 21 ára, Skagfirðingur
Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir 19 ára, Sleipnir
Hákon Dan Ólafsson 19 ára,
Fákur Katla Sif Snorradóttir 18 ára, Sörli
Kristófer Darri Sigurðsson 18 ára, Sprettur
Thelma Dögg Tómasdóttir 20ára, Smári
Viktoría Eik Elvarsdóttir 20 ára, Skagfirðingur
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir 20 ára, Fákur

Fjórir nýir knapar komu inn í hópinn. Það eru:

Benedikt Ólafsson 17 ára, Hörður
Hafþór Hreiðar Birgison 20ára, Sprettur
Sylvía Sól Magnúsdóttir 20ára, Brimfaxa
Védís Huld Sigurðardóttir 16 ára, Sleipni

Þjálfari U21-landsliðshóps
Hekla Katarina Kristinsdóttir