Afreksstefna LH

Afreksstefna Landssambands hestamannafélaga (LH) er skipulag og markmið fyrir afreksstarf hestaíþrótta á Íslandi. Stefnan er fyrir tímabilið 2020-2024 og er unnin af landsliðsnefnd, verkefnastjóra afreksmála, framkvæmdastjóra LH og landsliðsþjálfara. Afreksstefnan skilgreinir afreksstarf LH sem leggur áherslu á að auka og bæta umgjörð í kringum afrekshópa með það að markmiði að efla hæfni og færni knapa til að gefa þeim tækifæri til að verða afreksmenn í hestaíþróttum á heimsvísu.

Stefnan skal lögð fyrir landsþing LH 2020 til samþykktar og tekin til umfjöllunar á landsþingum sem haldin eru annað hvert ár.

 


Afreksstefna LH 2020-2024