Fréttir: Maí 2023

Fulltrúar Íslands sem fara á FEIF Youth Camp 2023

05.05.2023
Fréttir
Nú er orðið ljóst hvaða tveir unglingar verða fulltrúar Íslands á FEIF Youth Camp í Finnlandi í ár. Fyrst viljum við þakka öllum sem sendu inn umsóknir en alls bárust æskulýðsnefnd 21 umsókn!

Tryggið ykkur miða í stóðhestaveltu landsliðsins.

04.05.2023
Fréttir
Miðasala í stóðhestaveltu landsliðsins hefst kl. 10.00, föstudaginn 5. maí í vefverslun LH. Ríflega 100 hátt dæmdir stóðhestar eru í pottinum og eru jafn margir miðar til sölu og tollarnir eru margir.

Ekki missa af Allra sterkustu

04.05.2023
Fréttir
Nú er stórsýningin Allra sterkustu rétt handan við hornið og miðasala í fullum gangi hér á vefnum. Ekki missa af þessu tækifæri til að berja okkar sterkustu knapa augum og styðja þannig við landsliðið.

Silfurhafar keppast um gullið

04.05.2023
Fréttir
Þrír hestanna eiga það sameiginlegt að hafa unnið til silfurverðlauna í T2 með knöpum sínum í fyrra. Njörður frá Feti var silfurhafi á Landsmóti, Eldur frá Mið-Fossum var silfurhafi á Íslandsmótinu og Magni frá Ríp var silfurhafi á Suðurlandsmótinu.

Gert verði ráð fyrir hestaíþróttum í nýrri þjóðarhöll

04.05.2023
Fréttir
Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur sent frá sér bréf þar sem óskað er eftir því að ráð verði gert fyrir hestaíþróttum við byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal.

Breytingum á verklagi við greiðslu dómarakostnaðar slegið á frest

04.05.2023
Fréttir
Dómarafélögin HÍDÍ og GDLH hafa mótmælt fyrirhuguðum breytingum á verklagi við greiðslu dómarakostnaðar sem taka áttu gildi í sumar og telja að heimildir skorti fyrir slíkum breytingum og að ekki hafi verið haft nægjanlegt samráð um breytinguna.

Íslandsmeistarar mætast í fjórgangi á Allra sterkustu

03.05.2023
Fréttir
Reynsluboltarnir Jóhanna Margrét, Eyrún Ýr og Sara Sigurbjörnsdóttir mæta allar til leiks í fjórgang á Allra sterkustu. Jóhanna Margrét mætir með Kormák frá Kvistum 9 vetra hest sem vakti gríðarlega athygli á kennslusýningu landsliðsins í desember síðastliðinn. Kormákur hefur stimplað sig vel inn sem keppnishestur í vetur og það verður spennandi að sjá hann í brautinni á laugardaginn.

Heildarlisti hesta í stóðhestaveltu landsliðsins

03.05.2023
Fréttir
Stóðhestavelta landsliðsins er til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum sem heldur til Hollands í ágúst, og er þetta ein af stærstu fjáröflunum landsliðsins. Miðasala í stóðhestaveltunni hefst 5. maí kl. 10.00 og fer fram í gegnum vefverslun LH. Pöntunarnúmer á kvittuninni úr vefverslun gildir sem miðanúmer.

Kastanía frá Kvistum mætir í töltið á Allra sterkustu

02.05.2023
Fréttir
Allra sterkustu fer fram laugardaginn 6. maí kl. 20.00 í TM reiðhöllinni. Tryggið ykkur miða í vefverslun LH!