Fréttir: Mars 2018

Íslandsmótslágmörk 2018

22.03.2018
Fréttir
Samkvæmt lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót. Það er parið, hesturinn og knapinn sem ná þurfa eftirfarandi lágmörkum. Vakin er athygli á því að einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar. Einkunnir sem nást í T3, V2, F2, T4 duga til þátttöku á Íslandsmóti.

Thelma Dögg og Laxnes sigruðu

19.03.2018
Fréttir
Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Toyota Selfossi fimmgangurinn, var haldið í gær í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Mótið var afar skemmtilegt og var virkilega gaman að sjá knapana taka hesta sína til kostanna en nokkrir knapar voru að stíga sín fyrstu skref í fimmgangi.

Top Reiter tölt í Equsana deildinni

16.03.2018
Fréttir
Lokamótið í Equsanadeildinni fer fram fimmtudaginn 22. mars þegar keppt verður í tölti í Samskipahöllinni. Það er Top Reiter sem er styrktaraðili töltsins.

Toyota fimmgangur Meistaradeildar Líflands og æskunnar

16.03.2018
Fréttir
Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram í TM-Reiðhöllinni í Fáki næstkomandi sunnudag, 18. mars. Keppt verður í fimmgangi í boði Toyota Selfossi og hefst forkeppni kl. 14:00. Mótaröðin er orðin ansi spennandi en eftir tvær greinar þá er staðan þessi:

Dómarapróf GDLH

15.03.2018
Fréttir
Stjórn og fræðslunefnd gæðingadómarafélagsins hafa ákveðið að bjóða upp á ný- og landsdómarapróf í gæðingakeppni. Bóklegi hlutinn mun fara fram á Blönduósi helgina 14.-15. apríl.

Allra sterkustu töltararnir!

14.03.2018
Fréttir
Allra sterkustu töltarar landsins mætast laugardaginn 31.mars í Samskipahöllinni Spretti. Peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, 1.sæti 300.000kr, 2.sæti 200.000kr, 3.sæti 100.000kr

Gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani ráslisti

14.03.2018
Fréttir
Keppt verður í gæðingafimi á fimmtudaginn en keppni hefst kl. 19:00 í TM höllinni í Víðidal í Reykjavík. Sigurbjörn Bárðarson og Nagli frá Flagbjarnarholti eru fyrstir í braut en á eftir þeim kemur svokallaður villiköttur en hann er í liði Gangmyllunnar.

Ný andlit í Meistaradeild Cintamani

13.03.2018
Fréttir
Næsta mót Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum fer fram á fimmtudaginn en þá verður keppt í gæðingafimi. Mótið fer fram í TM höllinni í Fáki í Víðidal en hefst keppni kl. 19:00. Húsið opnar kl. 17:00 og verður boðið upp á gúllas súpu, brauð og pestó fyrir keppnina.

Sterk keppni í Equsanadeildinni

09.03.2018
Fréttir
Það var frábært kvöld í Samskipahöllinni í Spretti í gær þegar keppt var í Víkings slaktaumatölti og Zo-on fljúgjandi skeiði. Spennan var mikil enda mörg stig í pottinum.