Fréttir: Desember 2016

Úrtaka fyrir HM

17.11.2016
Úrtaka fyrir HM2017 í Hollandi fer fram samhliða íþróttamóti Spretts dagan a 8. - 11. júní 2017.

Þeir allra sterkustu

17.11.2016
Hið árlega geysisterka töltmót "Þeir allra sterkustu" verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti 15. apríl 2017.

Fréttir frá FEIF

16.11.2016
Fréttir
Alþjóðasamband íslenska hestsins, FEIF, heldur uppi öflugu starfi fyrir aðildarlönd sín á öllum sviðum hestamennskunnar og sendir reglulega frá sér fréttabréf.

Hvernig getum við bætt reiðmennsku?

15.11.2016
Fréttir
Ég held að gæðingafimi sé frábær leið til að bæta reiðmennsku og þjálfun. Í meistaradeild eru margir góðir knapar, fyrirmyndir og áhrifavaldar í reiðmennsku. Sjónvarpsútsendingar með faglegum lýsingum hjálpa til, hestaáhugafólk hittist, horfir saman og skiptist á skoðunum um reiðmennsku.

Starf afrekshóps heldur áfram

14.11.2016
Fréttir
Í ár stofnaði Landsamband hestamanna afrekshóp ungmenna með það sem aðalmarkmið að undirbúa þau sem best til þáttöku á stórmótum hérlendis og erlendis.

Íslandsmót 2018

11.11.2016
Íslandsmótið verður haldið á félagssvæði Spretts í Garðabæ og Kópavogi, dagana 18. - 22. júlí 2018. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna- og meistaraflokki. Aðeins meistaraflokkur þarf að ná áður útgefnum lágmörkum í hverri grein.

Myndir frá Uppskeruhátíð hestamanna 2016

09.11.2016
Fréttir
Uppskeruhátíð hestamanna fór fram laugardaginn 5.nóvember síðastliðinn. Hátíðin fór vel fram og margt var um manninn. Ljósmyndari var á staðnum sem fangaði stemminguna.

Viðburðadagatal LH opið

08.11.2016
Fréttir
Viðburðadagatal LH er nú opið og sýnilegt á vef LH. Viðburðadagatalið má finna undir flipanum KEPPNI hér fyrir ofan.

Ósóttir verðlaunagripir frá Landsmóti

07.11.2016
Enn er töluvert magn ósóttra verðlaunagripa frá Landsmóti hestamanna 2016. Hvetjum við alla þá sem eiga ósótta verðlaunagripi að sækja þá við tækifæri á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga sem er til húsa í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 2.hæð.