Fréttir: Desember 2010

Opnir fundir um stöðu smitandi hósta

09.09.2010
Fréttir
LH, FHB og FT boða sameiginlega til funda um stöðu smitandi hósta. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST mun mæta og fara yfir stöðuna með fundargestum.

Úrslit frá Gæðingamóti Léttis og Goða

06.09.2010
Fréttir
Opið Gæðingamót Léttis og Goða fór fram dagana 4.-5. september. Frábært veður var meðan á mótinu stóð og voru mjög sterkir hestar í úrslitum og mjótt var á munum.

Úrslit frá Meistaramóti Andvara 2010

06.09.2010
Fréttir
Meistaramót Andvara fór fram dagana 3.-5.september á Kjóavöllum. Veðrið setti aðeins strik í reikninginn en keppendur létu það ekki á sig fá. Margar glæsisýningar sáust, háar einkunnir og góðir tímar náðust í skeiði. Sigurbjörn Bárðarson setti enn eitt Íslandsmetið í 150m skeiði á Óðni frá Búðardal, tíminn 13,98 sek. með rafrænni tímatöku (ósamþykkt). 

Ráslistar Meistaramót Andvara

02.09.2010
Fréttir
Hér má sjá ráslista fyrir Meistaramót Andvara sem haldið verður 3.-5.september á Kjóavöllum.

Dagskrá Meistaramóts Andvara

02.09.2010
Fréttir
Hér má sjá dagskrá Meistaramóts Andvara sem haldið verður 3. - 5. september á Kjóavöllum.

Dagskrá og ráslisti gæðingakeppnis Léttis og Goða

02.09.2010
Fréttir
Gæðingakeppni Léttis og Goða hefst á laugardag kl. 10:00 og hefst á tölti fullorðinna. Hér er dagsskrá mótsins og ráslistar.

Gæta skal vel að heilbrigði hrossa í fjallferðum og göngum

31.08.2010
Fréttir
Mikilvægt er að smalahross séu frísk þegar lagt er af stað og hafi ekki umgengist hross með einkenni smitandi hósta í a.m.k. 2 vikur (algengur meðgöngutími sjúkdómsins).

Afmælishátíð FT frestað!

30.08.2010
Fréttir
Stjórn og afmælisnefnd Félags Tamningamanna hefur ákveðið að fresta afmælishátíð félagsins. Áætlað er að halda hátíðina í  lok janúars 2011.

Opið gæðingamót Léttis og Goða

30.08.2010
Fréttir
Gæðingamót Léttis og Goða verður haldið dagana 3.-5. september 2010. Mótið er opið öllum.