Fréttir

Þingeyrar í Húnaþingi

11.02.2009
Fréttir
Jörðin Þingeyrar í Húnaþingi var lengi þekktust af bónda sínum og frægum hestamanni, Jóni Ásgeirssyni. Sonur hans var Ásgeir Jónsson á Gottorp, sem ritaði bækurnar Horfnir góðhestar. Nú eru Þingeyrar aftur komnar í hóp virðulegustu hrossabúa landsins.

Íþróttasálfræði fyrir reiðmenn og reiðkennara

10.02.2009
Fréttir
Fyrsta fræðslukvöld ÍSÍ samkvæmt nýjum áherslum í fræðslumálum verður haldið fimmtudaginn 12. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Boðið verður upp á fimm kennslustunda fyrirlestur um íþróttasálfræði. Þátttökugjald er einungis kr. 2.500.-.

Sýnikennsla FT-Norður vel heppnuð

10.02.2009
Fréttir
Frétt frá FT: FT – norður fékk aftur til liðs við sig þrjá reiðkennara og hélt annað sýnikennslukvöld í Reiðhöllinni á Svaðastöðum 21. janúar sl. Tekinn var upp þráðurinn frá sýnikennslunni sem haldin var í nóvember.

Knapamerkjakerfið er hvetjandi

10.02.2009
Fréttir
„Knapamerkjakerfið er hvetjandi,“ segir Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir reiðkennari á Blönduósi. Nú eru fimmtíu börn og unglingar á reiðnámskeiðum á félagssvæði Neista. Sami fjöldi er á námskeiðum í knapamerkjakerfinu á svæði Þyts á Hvammstanga.

Ístölt Austurland 21. febrúar

09.02.2009
Fréttir
Nú líður senn að Ístölt Austurland sem fer fram á Egilsstöðum þann 21. febrúar næstkomandi. Að venju verður barist um stóra titla. Einn þeirra knapa sem hafa titil að verja er Tryggvi Björnsson frá Blönduósi. Í fyrra hafði hann sigur í B-flokki á Akk frá Brautarholti.

Gagnorðar umræður á Blönduósi

09.02.2009
Fréttir
Á þriðja tug hestamanna sátu almennan fund LH sem haldinn var á Blönduósi síðastliðinn föstudag. Umræður voru gagnorðar og gagnlegar. Flestir voru sammála um að skerpa þurfi á ímynd hestamennskunnar sem íþróttagreinar.  

Youth Camp 2009

06.02.2009
Fréttir
Æskulýðsnefnd LH dró út þátttakendur fyrir Youth Camp sem haldið verður í Bandaríkjunum í sumar eftir að hafa tekið viðtal við sjö einstaklinga.

HESTAMENN ATHUGIÐ !

06.02.2009
Fréttir
Opinn fundur með æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna   Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er á leið í fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars.

Reiðmenn slasast í Andvara

06.02.2009
Fréttir
Alvarlegt slys varð á svæði Andvara þegar tveir hestar fældust á bráðabirgða reiðstíg sem liggur rétt við blokk sem verið er að byggja í svokölluðum Tröllakór. Rusli var hent niður af svölum byggingarinnar, hestarnir fældust og báðir mennirnar slösuðust.