Fréttir: Desember 2014

Skógarhólar - pantanir

26.05.2014
Fréttir
Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli og góð gistiaðstaða er fyrir fólk og hross á svæðinu.

Gæðingamót Fáks og úrtaka fyrir LM

23.05.2014
Gæðingamót Fáks og úrtaka fyrir Landsmót fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 29. – 31. maí næstkomandi. Vegleg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður hin glæsilega „Gregersen-stytta“ veitt þeim Fákskeppanda sem sýnir prúðmennsku og snyrtimennsku í hvítvetna og er ávallt klæddur Fáksbúningi í allri keppni á meðan á mótinu stendur.

Gæðingamót Harðar og úrtaka fyrir LM

22.05.2014
Gæðingamót Harðar og úrtaka fyrir LM verður haldin dagana 29.5 - 1.6. Mótið fer þannig fram að fyrri umferð úrtöku er á fimmtudeginum 29. maí (þá er bara riðin forkeppni), Gæðingakeppnin og síðari úrtakan á laugardegi - og öll úrslit eru á sunnudeginum.

Könnun FEIF á frístundareiðmennsku

20.05.2014
Fréttir
Nefnd um frístundareiðmennsku á vegum FEIF stendur fyrir könnun um þessar mundir og biðlar til allra að taka þátt. Könnunin er stutt og vitaskuld nafnlaus. LH hvetur Íslendinga til að taka þátt.

Ályktun DÍS um stangir með tunguboga

15.05.2014
Fréttir
Á stórmótum hestamanna hefur verið sýnt fram á skaðsemi tungubogaméla, en við notkun mélanna stigmagnast áverkar á kjálkabeini hesta eftir því sem á mótin líður. Um er að ræða illa meðferð á hestum.

Bréf til ráðherra - tunguboginn

13.05.2014
Stjórn LH sendi á dögunum bréf til Hr. Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Afrit fóru einnig á Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og yfirdýralækni Sigurborgu Daðadóttur.

NM2014 í Herning

12.05.2014
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga hefur að tillögu landsliðsnefndar LH ráðið Pál Braga Hólmarsson sem liðsstjóra íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og gildir samningurinn fyrir Norðurlandamótið í Herning í Danmörku í sumar. Páll Bragi mun hefja vinnu og undirbúning NM2014 strax.

Kappi keyrir á öllum vélum

12.05.2014
Fréttir
Nú var að koma nýtt uppsetningarforrit yfir Kappa og GagnaKappa. Forritið setur upp Interbase, Kappa og GagnaKappa og virðist virka á allar Windows vélar, óháð stýrikerfi og óháð því hvort um 32 eða 64 bita vélar er að ræða.

Hjólhýsastæðin komin í sölu

10.05.2014
Í miðasölu landsmóts er nú hægt að versla hjólhýsastæði með aðgengi að rafmagni. Stæðin eru rúmgóð og eiga að rúma auðvelda hjólhýsi/fellihýsi/tjaldvagn og bíl. Þriggja fasa stöðluð millistykki þarf til að tengjast rafmagnsstæðunum.