Yfirlýsing stjórnar LH vegna tilnefningar á gæðingaknapa ársins 2017

Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur, að beiðni Skapta Steinbjörnssonar, farið yfir mál Sigurðar Sigurðarsonr og Skapta Steinbjörnssonar. Valnefndin vann af heilindum eftir þeirri reglugerð sem fyrir liggur og í gildi er. Í rökum sínum er notast við 4 grein reglugerðarinnar.

Eftir yfirferð með lögmanni og í ljósi nýrra gagna hefur stjórn Landssambands hestamannafélaga ákveðið að bæta Sigurði Sigurðarsyni og Skapta Steinbjörnssyn á tilnefningarlistann fyrir gæðingaknapann 2017. 

Á listanum verða því 7 knapar tilnefndir í flokki gæðingaknapa þetta árið.

Stjórn LH biður hlutaðeigendur aðila velvirðingar.

Stjórn Landssambandsins hefur jafnframt ákveðið að taka til gagngerrar endurskoðunar þá reglugerð sem valnefndin vinnur eftir.

F.h. stjórnar

Lárus Ástmar Hannesson formaður