Yfirlýsing frá landsliðsnefnd

Landsliðsnefnd hefur ákveðið í kjölfar þeirra vallaraðstæðna sem sköpuðust í úrtöku íslenska landsliðsins í morgun, að riðnar verði þrjár umferðir í fimmgang ungmenna og fullorðinna.

Riðnar verða 3 umferðir í fimmgangi.

Landsliðsnefnd hefur ákveðið í kjölfar þeirra vallaraðstæðna sem sköpuðust í úrtöku íslenska landsliðsins í morgun, að riðnar verði  þrjár umferðir í fimmgangi ungmenna og fullorðinna. Tvær bestu umferðirnar verða látnar gilda til einkunna til vals í landsliðið.  

Stefnt er á að hefja leika aftur í fyrramálið kl. 9:00 eftir sömu dagskrá og í dag að því undanskildu að það verður ekki haldinn knapafundur.

Landsliðsnefnd LH