Yfirlýsing frá hagsmunasamtökum í hestamennsku

14. apríl 2011
Fréttir
Fyrir nokkru voru settar fram hugmyndir á Alþingi um ad leyfa flutning á hundum til og frá Íslandi án þess að þeir þyrftu í einangrun en núverandi lög kveða á um einangrun til þess að fyrirbyggia smithættu á mjög alvarlegum sjúdómum hingað til lands. Fyrir nokkru voru settar fram hugmyndir á Alþingi um ad leyfa flutning á hundum til og frá Íslandi án þess að þeir þyrftu í einangrun en núverandi lög kveða á um einangrun til þess að fyrirbyggia smithættu á mjög alvarlegum sjúdómum hingað til lands.

Af þessu tilefni vilja eftirtalin hagsmunasamtök í hestamennsku mótmæla harðlega framkomnum hugmyndum þar sem þær geta haft óafturkræfar afleiðingar fyrir íslenska hrossastofninn og ófyrirséðan kostnað fyrir alla hesta- og hundeigendur í landinu.
Hestamenn fengu smjörþefinn af því á síðasta ári hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef ekki er varlega farið í þessu efnum og þeim reglum fylgt sem í gildi eru í hvívetna.
Því leggja hagsmunasamtök í hestamennsku áherslu á að ekki verði neinar breytingar gerðar á því fyrirkomulagi sem í gildi eru um sóttvarnir nema með fullu samþykki færustu sérfræðinga á þessu sviði og fullri sátt við alla hagsmunaaðila.

Landssamband hestamannafélaga
Félag hrossabænda
Félag tamningamanna