WR mót 2018 - umsóknir

02.01.2018

Þau félög sem hyggjast halda WR mót 2018, þurfa að senda inn umsókn til okkar sem við komum svo til FEIF. Gjald fyrir WR mót er €80 ef skráð er fyrir 1. mars en eftir þann tíma hækkar gjaldið í €160.  

Umsóknina skal senda á hilda@lhhestar.is. Ef sótt er um fyrir 1. mars, þá er gjaldið einfalt eða €80, en eftir þann tíma hækkar gjaldið í €160. Svo mótshaldarar eru hvattir til að bregðast skjótt við. 

Þær upplýsingar sem þurfa að fylgja eru: 

  • Upphafs- og lokadagsetning móts
  • Staðsetning
  • Nafn móts
  • Félag
  • Heimasíða félags ef við á
  • Tengiliður; nafn, netfang, sími
  • Ábyrgur alþjóðlegur dómari (má koma seinna)
  • Yfirdómari (má koma seinna); nafn og netfang
  • Er mótið opið fyrir alla eða eru lágmörk?
  • Greinar sem boðið er uppá

Skrifstofa LH