WR Íþróttamót Harðar

02. maí 2013
Fréttir
WR Íþróttamót Harðar fer fram 10-12 maí næstkomandi að varmárbökkum í Mosfellsbæ. Stefnt er að stórglæsilegu móti á ný endurbættum velli. Skráning hefst fimmtudaginn 2. maí á http://skraning.sportfengur.com/ og lýkur þriðjudaginn 7. maí.

WR Íþróttamót Harðar fer fram 10-12 maí næstkomandi að varmárbökkum í Mosfellsbæ. Stefnt er að stórglæsilegu móti á ný endurbættum velli. Skráning hefst fimmtudaginn 2. maí á http://skraning.sportfengur.com/ og lýkur þriðjudaginn 7. maí. Skráningargjaldið er haft í lámarki eða aðeins 3500 kr fyrir ungmenna og fullorðinsflokkana og svo 2000 kr fyrir börn og unglinga. 

Boðið verður uppá eftirfarandi greinar:

  • Meistaraflokkur: Fjórgangur V1-Tölt T1-Tölt T4-Fimmgangur F1 -Gæðingaskeið
  • 1.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4--Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
  • 2.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
  • Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
  • Unglingaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
  • Barnaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T7
  • 100m skeið – 150m skeið – 250m skeið

ATH að T4 er skráð sem T2 í skráningarkerfinu.

Passa þarf að velja skráningu í efstu línu, svo mót í næstu línu, velja svo Hörð sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti. Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Opið íþróttamót. Þá birtast, fyrir neðan, þær greinar sem í boði eru á mótinu. Keppandi velur sér grein og uppá hvora hönd skal riðið. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.

Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: Hördur1234@gmail.com. Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.
Ef einhver vandamál verða er hægt að hafa samband við okkur í síma : 864-5025 Magnús Ingi /896-8388 Oddrún Ýr

Mótanefnd Harðar