Vinnuferðir Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd

Sæl félagsmenn og velunnarar Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd.

Framundan er þetta helst:

1. Þórsmörk, stígagerð, 21.-24. júlí. Ennþá laus pláss! Einstakt tækifæri fyrir ungt fólk að læra til verka við stígagerð á einum allra fallegasta stað landsins. Ókeypis námskeið og ódýr ferð.

2. Drangar á Ströndum, hleðsla o.fl., 7. - 10. ágúst. Biðlisti.

3. Jeppaferð með Ferðaklúbbnum 4x4, stikun og lagfæring ökuslóða, 4. - 6. sept. Takið helgina frá!
Endurvekjum gamla hefð.

Ódagsett: Síðari lúpínuferð í Reykjanesfólkvang, lagfæring stíga við Lambafellsgjá og uppskeruhátíð í haust.

Einfaldasta leiðin til að fá frekari upplýsingar - eða til að skrá sig - er að senda póst á valdurorn@simnet.is
Frekari upplýsingar er líka að finna á heimasíðu samtakana: http://www.simnet.is/sja.is/ 

Sumarkveðjur. Þorvaldur Örn