Vilja fimm ára fyrirvara

13. nóvember 2007
Fréttir
Hestamenn í Geysi vilja fá lengri frest til að undirbúa mótssvæði sitt fyrir Landsmót. Vilja þeir að ákvörðun um Landsmótsstað liggi fyrir með að minnsta kosti fimm ára fyrirvara.Hestamenn í Geysi vilja fá lengri frest til að undirbúa mótssvæði sitt fyrir Landsmót. Vilja þeir að ákvörðun um Landsmótsstað liggi fyrir með að minnsta kosti fimm ára fyrirvara.Hestamenn í Geysi vilja fá lengri frest til að undirbúa mótssvæði sitt fyrir Landsmót. Vilja þeir að ákvörðun um Landsmótsstað liggi fyrir með að minnsta kosti fimm ára fyrirvara.

Tillaga þar að lútandi liggur fyrir 56. Landsþingi LH sem haldið verður á Kirkjubæjarklaustri. Í greinargerð með tillögunni segir að tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að staðarhöldurum gefist lengri tími til undirbúnings en verið hefur. Það skapi auk þess betri skilyrði varðandi ákvarðanir er tengjast framkvæmdum og fjármögnun þeirra. Vilja Geysismenn að fljótlega verði tekin ákvörðun um Landsmótsstaði fyrir LM2012 og LM2014.