Viðtöl frá lokakvöldi Uppsveitardeildar

11. apríl 2016

 

Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2016, lauk um helgina með glæsilegri skeiðkeppni og fullu húsi áhorfenda. Árný Oddbjörg Oddsdóttir og Fálki (Taktur) frá Stóra Hofi úr liði Hrosshaga / Sunnuhvols urðu ótvíræðir sigurvegarar í fljúgandi skeiði á tímanum 2,96 sek. Þau áttu alla þrjá bestu tímana í skeiðkeppninni.

Meðfylgjandi er tengill á vefsíðu Reiðhallarinnar Flúðum þar sem sjá má viðtal við Árnýju Oddbjörgu Oddsdóttur, sigurvegara í fljúgandi skeiði, á lokakvöldi Uppsveitadeildar Loga, Smára og Trausta 2016.

http://reidhollin.is/sigurvegari-i-skeidi-vidtal/

Og viðtal við Sólon Morthens og lið hans Hrosshaga / Sunnuhvol, eftir sigur í tölti, skeiði, einstaklingskeppni og liðakeppni deildarinnar á lokakvöldi Uppsveitadeildarinnar 2016

http://reidhollin.is/vidtal-vid-sigurvegara-2016/