Viðburðir á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun standa fyrir eftirfarandi hvatningar- og átaksverkefnum árið 2011: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun standa fyrir eftirfarandi hvatningar- og átaksverkefnum árið 2011: Lífshlaupið fer fram dagana 2. – 22. febrúar
Hægt er að taka þátt í
o    Vinnustaðakeppni
o    Hvatningarleik fyrir grunnskóla
o    Einstaklingskeppni sem er í gangi allt árið
•    Hjólað í vinnuna fer fram dagana 4. – 24. maí
•    Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 22 sinn um allt land laugardaginn 4. júní

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er aðili að EFCS (European Federation for Company Sport) og er í samstarfi við önnur íþróttasambönd sem sinna þessum málaflokki. Næstu sumarleikar EFCS verða haldnir í Hamborg í Þýskalandi dagana 22. – 26. júní 2011. Keppt verður í 23 íþróttagreinum.

Næstu samnorrænu fyrirtækjaleikarnir verða haldnir í Noregi 2012.

Síðastliðin átta ár hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna og síðustu þrjú ár fyrir Lífshlaupinu. Bæði þessi verkefni skapa létta stemningu og auka félagsandann hjá starfsmönnum á vinnustöðum og hvetjum við ykkur til þess að skrá ykkar vinnustað til leiks.

Upplýsingar um leikana og aðra viðburði á vegum ÍSÍ er að finna á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is og hjá verkefnisstjóra almenningsíþróttasviðs, Kristínu Lilju Friðriksdóttur í síma 514 4000 eða á kristin@isi.is