Viðbrögð við grun um kynferðislegt ofbeldi

15. janúar 2013
Fréttir
Vegna umfjöllunar fjölmiðla undanfarna viku um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og unglingum vill skrifstofa LH benda á leiðbeinandi efni um þetta málefni á heimasíðu ÍSÍ.

Vegna umfjöllunar fjölmiðla undanfarna viku um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og unglingum vill skrifstofa LH benda á leiðbeinandi efni um þetta málefni á heimasíðu ÍSÍ.

Annars vegar er um að ræða efni undir Viðbragðsáætlun http://www.isi.is/fraedsla/vidbragdsaaetlun/ og hins vegar er að finna efni á slóðinni http://www.isi.is/fraedsla/forvarnir/kynferdislegt-ofbeldi/.

Þarna má nálgast upplýsingar um hvert hægt er að leita ef grunur um kynferðislegt ofbeldi eða annars konar ofbeldi kemur upp.

Við í íþróttahreyfingunni erum þverskurður af þjóðfélaginu og því þurfum við að gera ráð fyrir að svona nokkuð getið komið upp innan okkar raða. Því er mikilvægt að við séum fyrirfram meðvituð um hvert hægt er að leita og hvernig beri að bregðast við. Hjá Blátt áfram sem sérhæfir sig í fræðslu um þetta málefni kemur fram, að ef grunur leikur á að brotið hafi verið gegn barni beri að tilkynna það annað hvort til barnaverndarnefndar þar sem barnið býr eða leita til Neyðarlínunnar 112 sem leiðbeinir um hvað beri að gera.