„Við Daníel getum gert góða hluti“

09. desember 2008
Fréttir
Danskur peningamaður hefur nýlega keypt þrjá hátt dæmda stóðhesta hér á landi í samvinnu við Daníel Jónsson á Pulu. Hann heitir Michael Lennartz og er arkitekt sem hefur hagnast á leigufyrirtæki með iðnaðarhúsnæði.Danskur peningamaður hefur nýlega keypt þrjá hátt dæmda stóðhesta hér á landi í samvinnu við Daníel Jónsson á Pulu. Hann heitir Michael Lennartz og er arkitekt sem hefur hagnast á leigufyrirtæki með iðnaðarhúsnæði.Danskur peningamaður hefur nýlega keypt þrjá hátt dæmda stóðhesta hér á landi í samvinnu við Daníel Jónsson á Pulu. Hann heitir Michael Lennartz og er arkitekt sem hefur hagnast á leigufyrirtæki með iðnaðarhúsnæði.

Michael hefur, eins og áður hefur komið fram, keypt stóðhestana Dug frá Þúfu, Ágústínus frá Melaleiti og Tón frá Ólafsbergi. Svo stórtæk viðskipti með stóðhesta hafa tæplega átt sér stað á einni hendi á Íslandi áður. Hann segist líta á það sem viðskiptatækifæri að koma upp hestamiðstöð í Danmörku. Hugmyndin er að dóttir hans taki við rekstrinum í framtíðinni.

„Sjálfur er ég of gamall til að tileinka mér hestamennskuna,“ segir Michael. „En dóttir mín hefur brennandi áhuga á íslenska hestinum. Hún er í landbúnaðarskóla og hefur áhuga á að starfa við hross í framtíðinni. Við keyptum jörð í Danmörku árið 1991, Kirstineholm, og þar erum við með sextíu skoskar hálendiskýr. Við eigum nú um þrjátíu íslensk hross, þar af fimm stóðhesta. Tveir eru danskfæddir. Annar þeirra er Leiknir frá Sötofte, sonur Darra frá Kampholti. Mjög góður hestur.“

Michael þekkir nánast ekkert til Íslendinga en ætlar að heimsækja Ísland á næsta ári.

„Daníel er eina tenging mín við Ísland. Það fer vel á með okkur og ég held að við getum gert góða hluti í framtíðinni, hann með sína sérþekkingu og ég með aðstöðuna,“ sagði Michael að lokum.

Á myndinni er Tónn frá Ólafsbergi, knapi Daníel Jónsson.