Vetrarstarf Æskulýðsnefndar Neista

Börn/unglingar og foreldrar fjölmenntu og þá meinum við FJÖLMENNTU í Reiðhöllina í Arnargerði á Blönduósi í þetta skiptið var salurinn okkar of lítill.Börn/unglingar og foreldrar fjölmenntu og þá meinum við FJÖLMENNTU í Reiðhöllina í Arnargerði á Blönduósi í þetta skiptið var salurinn okkar of lítill.

Börn/unglingar og foreldrar fjölmenntu og þá meinum við FJÖLMENNTU í Reiðhöllina í Arnargerði á Blönduósi í þetta skiptið var salurinn okkar of lítill. Æskulýðsnefndin var með kynningu á vetrarstarfinu sem byrjaði á því að Helga Thoroddsen kennari, verkefnisstjóri og höfundur Knapamerkja við Hólaskóla hélt fyrirlestur um tilgang og markmið knapamerkjanna en í boði í vetur verða knapamerki 1, 2 og 3. sem og reiðnámskeið yngri barna sem skiptist í hópa fyrir byrjendur/ lítið vana og vana knapa . Kynnt var dagskrá vetrarins sem er mjög spennandi, mörg mót og sýningar. Alls eru skráð á námskeiðin um 50 börn og unglingar sem verður að teljast mjög gott miðað við íbúafjölda. Krakkar Takk fyrir komuna í kvöld við sjáumst hress í næstu viku með Fákana okkar klára

Bestu kveðjur Æskulýðsnefnd Neista