Vetrarleikar í Gusti í kvöld!

10. mars 2010
Fréttir
Sigurvegarar í Karlar 2 á síðustu vetrarleikum Gusts. Ljósmynd: HGG
Annað mótið í mótaröð Keiluhallarinnar og Gusts mun fara fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í kvöld kl. 18:30. Mótinu var frestað sl. laugardag vegna veðurs og vallaraðstæðna og þar sem fjöldi viðburða um helgina kemur í veg fyrir að hægt sé að hafa mótið þá, hefur því verið komið á dagskrá í kvöld. Skráning fer fram í Helgukoti á milli kl. 17:30 og 18:00. Annað mótið í mótaröð Keiluhallarinnar og Gusts mun fara fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í kvöld kl. 18:30. Mótinu var frestað sl. laugardag vegna veðurs og vallaraðstæðna og þar sem fjöldi viðburða um helgina kemur í veg fyrir að hægt sé að hafa mótið þá, hefur því verið komið á dagskrá í kvöld. Skráning fer fram í Helgukoti á milli kl. 17:30 og 18:00. Boðið er upp á eftirtalda flokka ef þátttaka er næg:
Pollaflokkur (yngri en 10 ára)
Barnaflokkur (13 ára og yngri)
Unglingaflokkur (14-17 ára)
Ungmennaflokkur (18-21 árs)
Konur II (minna keppnisvanar)
Karlar II (minna keppnisvanir)
Heldri menn og konur (50 ára og eldri)
Konur I (meira keppnisvanar)
Karlar I (meira keppnisvanir)

Tekið skal fram að að keppendur keppa einungis í einum flokki á hverju móti.
Yngri flokka keppendur aðeins í sínum aldursflokki.
Stig flytjast ekki á milli flokka. Mótið er ætlað skuldlausum Gustsfélögum.

Skráningargjöld eru kr. 500 á börn, unglinga og ungmenni og kr. 1.000 á fullorðna. Frítt í polla.

Mótið er hluti af þriggja móta röð þar sem keppendur safna stigum af öllum þremur mótunum og í lokin verða stigahæstu keppendur í hverjum flokki verðlaunaðir sérstaklega.

Gustarar eru hvattir til að taka þátt og hafa gaman af!