Vesturlandssýning í Faxaborg

24. mars 2014
Fréttir
Vesturlandssýning í Faxaborg Borgarnesi laugardaginn 29. mars 2014 – kl. 20:00.
 Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar. Aðganseyrir: 13 ára og yngri 1.000 kr. og 14 ára og eldri 2.500 kr.

Vesturlandssýning í Faxaborg Borgarnesi laugardaginn 29. mars 2014 – kl. 20:00.
 Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar. Aðganseyrir: 13 ára og yngri 1.000 kr. og 14 ára og eldri 2.500 kr. 

Nú styttist í Vesturlandssýningu og er undirbúningur í fullum gangi. Dagskráin er þétt og mikil og góð þátttaka á meðal hestamanna á Vesturlandi. Endanleg dagskrá verður auglýst á allra næstu dögum en hún spannar á milli 20-25 atriði. Þar má helst nefna börn, unglinga, A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, skeið, kynbótahross, ræktunarbú og afkvæmasýningar.
Sem dæmi um atriði á sýningunni: Afkvæmi Glyms frá Innri-Skeljabrekku, afkvæmi Auðs frá Lundum, Sjálfur frá Austurkoti og Hringur frá Gunnarsstöðum. 
Dæmi um ræktunarbú: Berg, Hrísdalur, Skipaskagi, Vestri-Leirárgarðar og Grafarkot.


Þessi atriði ásamt fjölmörgum fleirum.
 
Undirbúningsnefndin