Vesturlandssýning 2012

23.01.2012
Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar í Borgarnesi  laugardaginn 24. mars 2012 kl. 20:00. Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar í Borgarnesi  laugardaginn 24. mars 2012 kl. 20:00.
Vesturlandssýning var haldin í fyrsta skipti í fyrra vor í Faxaborg og má segja að það hafi verið endurvakning á sýningum sem voru haldnar fyrir mörgum árum af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi. Mikil ánægja var með Vesturlandssýninguna 2011 og nú er ætlunin að gera enn betur.

Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum, skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með
góðum gestum.

Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á framfæri við eftirfarandi aðila:
Ámundi Sigurðsson, sími: 892-5678, netfang: amundi@isl.is
Baldur Björnsson, sími: 895-4936, netfang: baldur@vesturland.is
Stefán Ármannsson (v/ kynbótahrossa), sími: 897-5194, netfang: stefan@hroar.is

Undirbúningsnefndin

www.faxaborg.is