Verðlaunaafhendingar á Uppskeruhátíð

Það styttist óðum í Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og munu um 700 manns mæta til borðshalds. Í boði verður þriggja rétta málsverður og glæsileg dagskrá þar sem Helgi Björns spilar fyrir dansi. Það styttist óðum í Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og munu um 700 manns mæta til borðshalds. Í boði verður þriggja rétta málsverður og glæsileg dagskrá þar sem Helgi Björns spilar fyrir dansi. Að venju verða veitt knapaverðlaun sem og heiðursverðlaun LH. Auk þess verða veitt í fyrsta sinn sérstök verðlaun þeim aðila sem þykir hafa skarað framúr í ræktun keppnishrossa. Spennandi verður að sjá og heyra hver hlýtur þann titil í fyrsta sinn.

Við hvetjum alla hestamenn til þess að mæta og gleðjast saman á Uppskeruhátíð 6.nóv.nk. á Broadway.