Velheppnað Hestafjör 2011

14. apríl 2011
Fréttir
Sunnudaginn 10. apríl var í fyrsta skiptið haldin hátíðin Hestafjör en vegna hestaveikinnar í fyrra var hún þá slegin af. Að henni stóðu hestamannafélögin á suðurlandi og tóku nú þátt sex félög auk gesta. Sunnudaginn 10. apríl var í fyrsta skiptið haldin hátíðin Hestafjör en vegna hestaveikinnar í fyrra var hún þá slegin af. Að henni stóðu hestamannafélögin á suðurlandi og tóku nú þátt sex félög auk gesta.

Hátíðin tókst vonum framar og tóku þátt í henni börn og ungmenni frá hestamannafélögunum, Sleipni, Sindra, Ljúf, Háfeta, Smára og Geysi. Þar að auki var gestaatriði frá Hendingu, Íslandsmeistarar Geysis voru með sýningu, sirkusatriði og leynigestur.

Þátttakendur í sýningaatriðum barna og ungmenna voru um 100 talsins og þar af voru 29 frá Sleipni. Stefnt er að því að gera þessa hátíð að árlegum viðburði.

Æskulýðsnefnd Sleipnis þakkar eftirtöldum stuðningsaðilum veittan stuðning við verkefnið.