Vel heppnaður knapafundur

15. febrúar

Landssamband hestamannafélaga stóð fyrir knapafundi fyrir keppendur, dómara og mótshaldara og þann 12 febrúar síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur bæði í sal og á netinu.

Á fundinum var farið yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2024, breytingar sem hafa átt sér stað, samskiptaleiðir við LH kringum mótahald, siðareglur LH, úrtökur fyrir landsmót og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.

Hulda Gústafsdóttir fulltrúi í Sportnefnd FEIF fór yfir nýjar samþykktir af síðasta FEIF þingi. Farið var yfir væntanlegar reglubreytingar eftir nýafstaðið FEIF þing. Formaður HÍDÍ Halldór G. Victorsson fjallaði um framkvæmd kappreiða og Jóhanna Þorbjörg fulltrúi Öryggisnefndar LH kynnti nýja viðbragðsáætlun við slysum á hestamannamótum.

Hjörtur Bergstað sagði frá undirbúningi og stöðunni á Landsmóti 2024. Sigurður Ævarsson formaður keppnisnefndar fór yfir spjaldanotkun og áminningar á mótum og Hinrik Sigurðsson mótastjóri LH fjallaði um leyfilegan búnað í keppni.

Allt voru þetta ákaflega upplýsandi og fróðleg erindi sem gott er að skerpa á áður en mótatímabilið hefst. Valdir kaflar af fundinum verða birtir hér á síðunni. Við þökkum þátttakendum fyrir góða mætingu og þátttöku í fundinum.