Vel heppnaður formannafundur síðastliðin föstudag

Æskulýðsbikarinn afhentur
Æskulýðsbikarinn afhentur

 

Formannafundur Landssambands hestamannafélaga var haldin á föstudaginn síðastliðinn í húsakynnum ÍSÍ. Fundurinn var vel sóttur en auk formanna og fulltrúa hestamannafélaganna sátu fundinn stjórn LH og gjaldkerar félaganna. Fundurinn hófst með skýrslu stjórnar en einnig var 10. mánaða uppgjör kynnt ásamt fleiri verkefnum á vegum LH.

Æskulýðsbikarinn hlaut hestamannafélagið Sprettur.

Að loknum hádegisverði voru skipaðir vinnuhópar sem fóru yfir þau mál sem brenna hvað mest á hverju félagi en einnig var skipaður hópur til að yfirfara afreksstefnu Landssambandsins. Vinnuhóparnir og fundurinn í heild gengu afar vel og viljum við þakka kærlega fyrir komuna.

Nánari niðurstöður af fundinum verða sendar formönnum félaganna fljótlega.