Vel heppnaðir Kjóastaðaleikar

Það var góð þátttaka á Kjóastaðaleikunum, laugardaginn 14. mai, en þá buðu Gunnar Birgisson og fjölskylda hans, börnum og unglingum í Hestamannafélaginu Loga ásamt foreldrum þeirra í heimsókn til sín að Kjóastöðum. Það var góð þátttaka á Kjóastaðaleikunum, laugardaginn 14. mai, en þá buðu Gunnar Birgisson og fjölskylda hans, börnum og unglingum í Hestamannafélaginu Loga ásamt foreldrum þeirra í heimsókn til sín að Kjóastöðum.

Æskulýðsnefndin hafði  skipulagt skemmtilega dagskrá en þar var í boði að fara þrautarbraut fyrir polla, börn og unglinga, einnig var keppt í boðhlaupi og hægt var að þjálfa sig í hindrunarstökki undir stjórn Knúts Ármanns. Það var gaman að sjá börnin spreita sig í þrautabrautinni og stemmingin var mikil í boðhlaupinu og hindrunarstökkinu. Eftir leikana var grillveisla og voru allir sælir, mettir og kátir eftir vel heppnaðan dag. Við hjá æskulýðsnefndinni þökkum kærlega fyrir frábærann dag og yndislegt heimboð.

Hjónin á Kjóastöðum.

Yngsti keppandi mótsins, þriggja ára gamall.Æskulýðsnefndin.