Vel heppnað málþing um úrbætur í reiðvegamálum

17. október 2017
Fréttir

Síðastliðinn laugardag þann 14.október stóð Landssamband hestamannafélaga fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum í Menntaskóla Borgarfjarðar Borganesi. Það var einkar ánægjulegt að sjá hversu margir láta sig þetta málefni varða en hátt í sextíu manns mættu og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag í umræðuna. Það voru tíu framsögumenn sem ræddu reiðvegamál frá ýmsum sjónarhornum. 

Í lok málþingsins voru fyrirspurnir og umræður og eftifarandi ályktun samþykkt:

1)      Að reiðvegafé verði að lágmarki tvöfaldað frá því sem nú er og fylgi verðlagsþróunum.

2)      Að reiðvegir verði skilgreindir í umferðarlögum og að réttarstaða ríðandi umferðar verði tryggð.

3)      Að veghald reiðvega verði hjá ríki og sveitarfélögum.

4)      Að tryggja öryggi ríðandi umferðar gagnvart annarri umferð.

5)      Að reynt verði með öllum ráðum að hafa ríðandi umferð eins fjarri akandi og hjólandi umferð eins og kostur er.

6)      Að ekki verði þrengt frekar að reiðleiðum á hálendinu en orðið er.

7)      Að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrki reiðvegagerð og aðstöðu í tengslum við hestatengda ferðaþjónustu.

Auk þess var settur saman starfshópur til að fylgja ályktuninni eftir.

Lárus Ástmar Hannesson formaður LH opnaði málþingið og Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH var fundarstjóri.

Ásta Þorleifsdóttir starfsmaður samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytissins ávarpaði málþingið

Halldór Halldórsson formaður ferða- og samgöngunefndar LH kynnti starf nefndarinnar

Sæmundur Eiríksson úr ferða- og samgöngunefnd LH, fór yfir skráningu og flokkun Kortasjá

Haraldur Sigursteinsson frá Vegagerðinni ræddi gerð og uppbyggingu reiðvega

Einar Sæmundssen frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum og Þórður Ólafsson frá Vatnajökulsþjóðgarði ræddu um reiðleiðir í þjóðgörðum

Ólafur Kr. Guðmundsson tæknistjóri EuroRAP fór yfir umferðaröryggi

Arnór Halldórsson héraðsdómslögmaður talaði um veghald reiðvega

Begga Rist talaði sem fulltrúi hestatengdrar ferðaþjónustu

Gústav M. Ásbjörnsson frá Landgræðslu ríkisins talaði um Jarðvegsvernd og reiðvegi

Bjarki Bjarnason kynnti gamlar þjóðleiðir um Mosfellsheiði og væntanlega bók um Mosfellsheiðarleiðir

Fundargerð málþingsins verður aðgengileg á heimasíðu LH.