Vel heppnað Kvennatölt

19. apríl 2010
Fréttir
Sigurvegari byrjendaflokks á Kvennatölti 2010, Sjöfn Sóley Kolbeins.
Hið sívinsæla Kvennatölt Gusts og Landsbankans fór fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í gærkvöldi. Til leiks voru skráðar vel á annað hundrað konur í fjórum styrkleikaflokkum og var keppnin hörkuspennandi og skemmtileg. Hið sívinsæla Kvennatölt Gusts og Landsbankans fór fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í gærkvöldi. Til leiks voru skráðar vel á annað hundrað konur í fjórum styrkleikaflokkum og var keppnin hörkuspennandi og skemmtileg. Sjöfn Sóley Kolbeins sigraði nokkuð örugglega í byrjendaflokknum auk þess sem hún og hestur hennar Glaður frá Kjarnholtum voru valin glæsilegasta parið af dómurum mótsins og hlutu í verðlaun Prinsessuferð frá Landi og hestum. Í flokknum minna vanar var það sama uppi á teningnum, Drífa Harðardóttir leiddi eftir forkeppni og hélt öruggri forystu í úrslitum. Í flokknum meira vanar voru hins vegar sviptingar og sigurvegarinn, Karen Sigfúsdóttir, fór löngu leiðina á toppinn, var 11. eftir forkeppni, sigraði B-úrslitin og sigraði svo A-úrslitin líka. Sannarlega glæsilegur árangur. Í opna flokknum var það svo hið sigursæla par Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-Fossum sem sigruðu, en svo skemmtilega vildi til að í þremur efstu sætunum þar urðu knapar sem allar hafa áður sigrað þennan efsta flokk á Kvennatöltinu.

Mótið tókst ljómandi vel og voru keppendur til fyrirmyndar, margar flottar sýningar og uppáklæddir knapar sem sýndu fallega reiðmennsku. Fimm konur dæmdu mótið í fyrsta skipti í níu ára sögu þess. Mótshaldarar vilja þakka öllu starfsfólki sem og styrktaðilum sem að mótinu komu.  Úrslitin urðu eftirfarandi:

Byrjendaflokkur:
1. Sjöfn Sóley Kolbeins og Glaður frá Kjarnholtum 6.75
2. Hulda Björk Gunnarsdóttir og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 6.08
3.-4. Kristín Kristjánsdóttir og Sólon frá Litlu-Sandvík 5.58 (vann  B-úrsl.)
3.-4. Randý Baldvina Friðjónsdóttir og Framtíð frá Ólafsbergi 5.58
5.-6. Anna Rakel Sigurðardóttir og Hamlet frá Meðalfelli 5.33
5.-6. Ragna Björk Emilsdóttir og Orkusteinn frá Kálfholti 5.33
7.-9.  Laufey Stefánsdóttir og Tumi 5.08
7.-9. Anna Björk Eðvarðsdóttir og Lundi frá Vakurstöðum 5.08
7.-9. Nadia K. Banine og Glaðvör frá Hamrahóli 5.08
10. Hólmfríður Ólafsdóttir og Kolka frá Litlu-Sandvík 4.42
Minna keppnisvanar:
1.  Drífa Harðardóttir og Skyggnir frá Álfhólum 6.39
2. Silja Hrund Júlíusdóttir og Skrámur frá Dallandi 6.00
3. Lára Jóhannsdóttir og Spyrill frá Selfossi 5.83
4. Hrafnhildur Pálsdóttir og Árvakur frá Bjóluhjáleigu 5.72 (vann B-úrsl.)
5. Drífa Daníelsdóttir og Ásdís frá Tjarnarlandi 5.56
6. Elva Björk Sigurðardóttir og Flygill frá Bjarnarnesi 5.39
7. Linda Björk Gunnlaugsdóttir og Von frá Minni-Völlum 5.78
8. Erna Guðrún Björnsdóttir og Púki frá Eyrarbakka 5.44
9. Matthildur R. Kristjánsdóttir og Bríet frá Skeiðháholti 5.17
10. Ásgerður Svava Gissurardóttir og Surtur frá Þórunúpi 5.11
Meira keppnisvanar:
1. Karen Sigfúsdóttir og Svört frá Skipaskaga 6.78 (vann B-úrsl.)
2. Sigríður A. Þórðardóttir og Hugrún frá Syðra-Garðshorni 6.67
3. Sirrý Halla Stefánsdóttir og Smiður frá Hólum 6.56
4. Erla Katrín Jónsdóttir og Sólon frá Stóra-Hofi 6.33
5. Þóra Þrastardóttir og Brimill frá Þúfu 6.28
6. Jóna Dís Bragadóttir og Haddi frá Akureyri 6.17
7. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og Keimur frá Kanastöðum 6.17
8. Ragnhildur Matthíasdóttir og Sandra frá Lækjardal 6.00
9. Brynja Viðarsdóttir og Tjörvi frá Tjarnarlandi 5.67
10. Guðrún Pétursdóttir og Gjafar frá Hæl 5.50
Opinn flokkur:
1. Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-Fossum 7.78
2. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir og Vera frá Laugarbökkum 7.50
3. Anna Björk Ólafsdóttir og Helgi frá Stafholti 7.22
4. Þórdís Anna Gylfadóttir og Fákur frá Feti 7.00 (vann B-úrsl.)
5. Rósa Valdimarsdóttir og Íkon frá Hákoti 6.72
6. Anna S. Valdemarsdóttir og Náttar frá Vorsabæjarhjáleigu 6.56
7. Þóranna Másdóttir og Glæða frá Dalbæ 6.28
8. Erla Björk Tryggvadóttir og Flúð frá Vorsabæ II 6.17
9. Hulda G. Geirsdóttir og Róði frá Torfastöðum 5.89
10. Berglind Rósa Guðmundsdóttir og Eldur frá Kálfholti 5.17

www.gustarar.is