Veisla á fimmtudaginn

09.02.2010
Verðlaunaafhending í fjórgangi 2009
Gera má ráð fyrir sannkallaðri veislu í Ölfushöllinni á fimmtudagskvöldið klukkan 19:30 þegar keppt verður í fjórgangi í Meistaradeild VÍS. Gera má ráð fyrir sannkallaðri veislu í Ölfushöllinni á fimmtudagskvöldið klukkan 19:30 þegar keppt verður í fjórgangi í Meistaradeild VÍS.

 

Það verða engar smástjörnur sem munu mætast í fjórgangnum. Til leiks eru skráð hátt dæmd kynbótahross, Íslandsmeistarar, hestar sem hafa verið að gera garðinn frægan á fjórgangsvængnum undan farin ár og upprennandi stjörnur í greininni. Gera má ráð fyrir harðri baráttu frá því að fyrsti hestur ríður í braut og þar til sá síðast líkur keppni.

Forsala aðgöngumiða er í fullum gangi í verslunum Top Reiter, Líflands og Baldvini og Þorvaldi. Aðgöngumiðinn kostar 1.500 krónur og 500 krónur fyrir 12 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa ársmiða á sömu stöðum og kostar ársmiðinn 5.000 krónur.

Meðfylgjandi er ráslistinn fyrir fjórgang:

Nr Knapi Lið Hestur
1 Ólafur Ásgeirsson Frumherji Líf frá Þúfu
2 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Líf frá Möðrufelli
3 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Klerkur frá Bjarnanesi 1
4 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Hestvit Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu
5 Artemisia Bertus Auðsholtshjáleiga Hersveinn frá Lækjarbotnum
6 Ragnar Tómasson Lífland Hruni frá Breiðumörk
7 Viðar Ingólfsson Frumherji Bylgja frá Dísarstöðum 2
8 Þorvaldur Á. Þorvaldsson Top Reiter Goði frá Hvoli
9 Teitur Árnason Árbakki / Hestvit Frakkur frá Laugarvöllum
10 Árni Björn Pálsson Lífland Tónn frá Melkoti
11 Sigurður Sigurðarson Lýsi Loki frá Selfossi
12 Daníel Jónsson Top Reiter Dáti frá Hrappsstöðum
13 Sigurður V. Matthíasson Málning Kall frá Dalvík
14 Bylgja Gauksdóttir Auðsholtshjáleiga Grýta frá Garðabæ
15 Hinrik Bragason Árbakki / Hestvit Náttar frá Þorláksstöðum
16 Halldór Guðjónsson Lýsi Klaki frá Blesastöðum
17 Valdimar Bergstað Málning Skáti frá Skáney
18 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter Hljómur frá Höfðabakka
19 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Frægð frá Auðsholtshjáleigu
20 Lena Zielinski Lýsi Gola frá Þjórsárbakka
21 Jakob S. Sigurðsson Frumherji Goggur frá Skáney