Úrtaka hjá Létti

26. maí 2010
Fréttir
Úrtaka hjá hestamannafélaginu Létti, Akureyri, verður haldin 5. júní á Hlíðarholtsvelli í Lögmannshlíð.  Við munum halda 2 úrtökur, 5. júní og líklega 19. júní. A.T.H. að í þetta sinn verður einungis riðin forkeppni. Við munum líklega ríða úrslit í seinni úrtökunni. Úrtaka hjá hestamannafélaginu Létti, Akureyri, verður haldin 5. júní á Hlíðarholtsvelli í Lögmannshlíð.  Við munum halda 2 úrtökur, 5. júní og líklega 19. júní. A.T.H. að í þetta sinn verður einungis riðin forkeppni. Við munum líklega ríða úrslit í seinni úrtökunni. Þeir hestar sem ekki geta mætt núna en ætla að mæta í seinni úrtökuna verða að skrá sig fyrir þessa úrtöku þar sem þetta er sama mótið og ekki hægt að bæta við keppendum eftir að mótið hefst.

Takið fram í skráningunni í hvora úrtökuna verið er að skrá í (einnig má keppa í báðum úrtökunum).
Skráning fer fram á lettir@lettir.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Þarf að koma fram: IS númer hests, kt. knapa, kt. eiganda, keppnisgrein, og í hvora úrtökuna er verið að skrá í. Síðasti skráningadagur er sunnudagurinn 30. maí.

Skráningagjald er 1,500 kr. fyrir hverja grein (ef keppt er í báðum úrtökunum þarf að greiða fyrir þær báðar).
Síðasti greiðsludagur skráningagjalds er 1. júní og leggst inn á reikning 0302 - 26 -15840 kt: 430269-6749 og setja nafn hests sem skýringu. Ef skráningagjald er ógreitt eftir 1. júní er skráningin ógild.

Keppt verður í:
A flokki gæðinga,
B flokki gæðinga
barna, unglinga og ungmennaflokki
Tölti, barna, unglinga , ungmenna og fullorðinsflokki.
100m skeiði.

Léttir áskilur sér rétt til að fella fyrri úrtökuna niður ef ekki verður næg þátttaka.