Úrtaka hafin í Víðidalnum

HM úrtakan er hafin í Víðidalnum í Reykjavík en dagskráin hófst á knapafundi kl. 10:00. Keppni hefst síðan á keppni í fimmgangi ungmenna um kl. 11:30.

HM úrtakan er hafin í Víðidalnum í Reykjavík en dagskráin hófst á knapafundi kl. 10:00. Keppni hefst síðan á keppni í fimmgangi ungmenna um kl. 11:30.

Kristinn Skúlason setti mótið fyrir hönd framkvæmdahóps Gullmótsins. Hann bauð knapa og gesti velkomna í morgunkaffi og á knapafund, fór yfir nauðsynlegar upplýsingar frá framkvæmdanefnd og óskaði öllum góðs gengis. Samþykkt var að Sigurður Vignir Matthíasson yrði fulltrúi knapa á mótinu. 

Sigurður Sæmundsson í landsliðsnefnd LH fékk þá orðið og fór yfir lykil að vali landsliðsins og var honum dreift til fundarmanna ásamt dagskrá dagsins og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. 

Að lokum tók Hafliði Halldórsson liðsstjóri landsliðsins til máls og peppaði þátttakendur upp og óskaði þeim alls hins besta í harðri keppni framundan. 

Eftir fundinn hófst fótaskoðun þeirra sem þess óskuðu en hún er eftir ströngustu reglum þar sem teinninn í skeifum er mældur og allt framkvæmt á nákvæman hátt af meðlimum í Járningamannafélagi Íslands. 

Dómarar eru þessir:
Einar Örn Grant yfirdómari
Einar Ragnarsson
Pjetur N. Pjetursson
Sigurður Kolbeinsson
Hinrik Már Jónsson
Hulda G. Geirsdóttir 

Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Víðidalinn, svæðið er allt hið glæsilegasta og Gullmótið á sannarlega hrós skilið fyrir frábæra ásjónu mótsins. 

Dagskrá dagsins í dag er þessi:

10:00 Knapafundur
10:30 Fótaskoðun hefst
11:30 Fimmgangur – ungmenni, opinn flokkur
13:35 Fjórgangur - ungmenni, opinn flokkur
15:30 Hlé
15:45 Slaktaumatölt - ungmenni, opinn flokkur
16:35 Gæðingaskeið - ungmenni, opinn flokkur
17:15 Tölt - ungmenni, opinn flokkur
19:00 Kvöldmatarhlé
19:45 100 m skeið (gullmót og úrtaka)
          250 m og 150 m skeið (gullmót og úrtaka)
21:30 Dagskrárlok

Góð mæting var á knapafundinn sem var stuttur og hnitmiðaður.  

Sigurður Torfi mælir teininn og fer yfir öll atriði fótaskoðunar.