Úrtaka fyrir Stjörnutölt

07. mars 2011
Fréttir
Úrtaka fyrir Stjörnutöltið verður haldin miðvikudaginn 9. mars kl 21.15 í Skautahöllinni. Úrtakan fer þannig fram að riðið er Ís-töltprógramm, þ.e. einn hringur hægt tölt, einn hringur með hraðamun á langhliðum og einn hringur fegurðartölt. Úrtaka fyrir Stjörnutöltið verður haldin miðvikudaginn 9. mars kl 21.15 í Skautahöllinni. Úrtakan fer þannig fram að riðið er Ís-töltprógramm, þ.e. einn hringur hægt tölt, einn hringur með hraðamun á langhliðum og einn hringur fegurðartölt.

Tvöfalt vægi er á hægu tölti. 3 dómarar dæma. Allt að 10 efstu sæti gefa keppnisrétt á Stjörnutölti 19. mars.
Einnig köllum við eftir efnilegum kynbótahrossum hryssum og stóðhestum til skoðunar. Stefnt er að því að vera með kynningu á efnilegur kynbótahrossum á Stjörnutölti. Þeir sem hafa efnileg kynbótahross og vilja koma með þau á þessa úrtöku hafi samband við Sigfús Helgason í tölvupóst fusihelga@internet.is. þar sem koma fram upplýsingar um hrossið.

Framkvæmdanefnd Stjörnutölts 2011.