Úrsustöltið á Hestaþingi Sindra 13. júní.

 

Hestaþing Sindra verður haldið 12. og 13. júní á Sindravelli við Pétursey í Mýrdal. Keppt verður í tölti, polla-, barna-, unglinga-, ungmenna-, A- og B-flokki. Einnig fara fram opnar kappreiðar í skeiði, stökki og brokki ef næg þátttaka fæst Úrsustöltið er opið öllum og vegleg verðlaun eru í boði fyrir fyrsta sætið! 100 þúsund krónur!

Dagskrá mótsins verður svo auglýst þegar nær dregur. Nánari upplýsingar hjá Halldóru á dorajg@internet.is