Úrslit frá glæsilegu Ístölti "Svellkaldar konur"

Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-fossum fóru með sigur úr býtum í Opnum flokki.
Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-fossum fóru með sigur úr býtum í Opnum flokki.
Ístöltið „Svellkaldar konur“ fór fram með glæisbrag síðastliðinn laugardag, 12.mars. Hundrað glæsilegar meyjar ásamt gæðingum sínum mættu prúðbúnar á svellið í Skautahöllinni í Laugardal. Ístöltið „Svellkaldar konur“ fór fram með glæisbrag síðastliðinn laugardag, 12.mars. Hundrað glæsilegar meyjar ásamt gæðingum sínum mættu prúðbúnar á svellið í Skautahöllinni í Laugardal.

Mótið gekk í alla staði mjög vel fyrir sig, keppendur alltaf tilbúnir og dómarar stóðu sig með prýði. Landssamband hestamannafélaga vill þakka dómurum, starfsfólki, svellstjóra og þul fyrir góð störf á mótinu og þá sérstaklega undirbúningsnefndinni en í henni eru þær Sigrún Sigurðardóttir, Hulda G. Geirsdóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Hallveig Fróðadóttir, Sirrý Halla Stefánsdóttir og Oddný Erlendsdóttir.

Hart var barist í öllum flokkum enda til mikils að vinna. Leikar fóru þannig að í Opnum flokki fór Erla Guðný Gylfadóttir á Erp frá Mið-fossum með sigur úr býtum með lokaeinkunn 8,16. Hlaut hún að launum glæsilegan farandgrip „Ísfjöðurina“ gefin af Mustad, eignabikar gefin af Ármóti, folatoll undir Al frá Lundum gefin af hrossaræktarbúinu Lundum II, veglegan gjafapoka frá Líflandi auk fjölda annarra aukavinninga. Bylgja Gauksdóttir og Hersveinn frá Lækjarbotnum voru valin glæsilegasta parið í Opnum flokki og hlutu að launum höfuðleðurs-sett frá söðlasmiðnum Jóni Sigurðssyni.

Í flokknum Meira vanar sigraði Signe Bache á Trillu frá Þorkelshóli með lokaeinkunn 7,13. Hún hlaut að launum farandgripinn „Ísfjöðurina“ gefin af Mustad, eignabikar gefin af Accessories, folatoll undir Mátt frá Leirubakka gefinn af Ganghestum, veglegan gjafapoka frá Líflandi auk fjölda annarra aukavinninga. Glæsilegasta parið var valið Sigríður Th. Birgisdóttir og Tíbrá frá Minni-Völlum og hlutu að launum höfuðleðurs-sett frá söðlasmiðnum Jóni Sigurðssyni.

Í flokknum Minna vanar sigraði Halldóra Baldvinsdóttir á Hjálprek frá Torfastöðum með lokaeinkunn 7,27. Hún hlaut að launum farandgripinn „Ísfjöðurina“ gefin af Mustad, eignabikar gefin af Íspan, folatoll undir Krók frá Ytra-Dalsgerði gefin af Kristni Hugasyni, veglegan gjafapoka frá Líflandi auk fjölda annrra aukavinninga. Halldóra og Hjálprekur voru einnig valin glæsilegasta parið.

Ístöltið „Svellkaldar konur“ verður sífellt veglegra og voru keppendur og gestir sammála um að mótið nú hefði verið það glæsilegasta hingað til. Ekki má gleyma því að mótið er haldið til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum og gaman er að segja frá því að í ár safnaðist mun meira en í fyrra.

Heildarniðurstöður mótsins er að finna hér fyrir neðan:

Opinn flokkur - forkeppni
Erla Guðný Gylfadóttir Andvari Erpir frá Mið-Fossum 12 Jarpnösóttur 7,63
Lena Zielinski Fákur, Geysir Gaumur frá Dalsholti 6 Brúnstjörn. 7,53
Bylgja Gauksdóttir Andvari Hersveinn frá Lækjarbotnum 8 Rauður 7,27
Heiða Dís Fjeldsteð Faxi Lukka frá Dúki 7 Rauðglófext 7,13
Hulda Gústafsdóttir Fákur Njáll frá Friðheimum 7 Rauðstjörn. 7,13
Pálína Margrét Jónsdóttir Andvari Grýta frá Garðabæ 8 Móálótt 7,10
Anna S. Valdemarsdóttir Fákur, Gustur Smiður frá Hólum 8 Jarptvístjörn.  7,07
Sara Sigurbjörnsdóttir Fákur Líf frá Möðrufelli 10 Móálótt 7,03
Birna Káradóttir Smári Alvar frá Nýjabæ 8 Grár 7,03
Agnes Hekla Árnadóttir Fákur Vignir frá Selfossi 8 Móbrúnn 6,97
Birgitta Dröfn Kristinsdóttir Fákur Vera frá Laugarbökkum 10 Brún 6,90
Hrafnhildur Guðmundsdóttir Faxi Smellur frá Leysingjastöðum 10 Rauðbles. 6,77
Svanhvít Kristjánsdóttir Sleipnir Kjarkur frá Ingólfshvoli 11 Bleikálóttur 6,77
Heiðrún Ósk Eymundsdóttir Stígandi Fold frá Miðsitju 11 Móálótt 6,67
Katla Gísladóttir Geysir Spói frá Hrólfsstaðahelli 8 Jarpskjóttur  6,67
Hrefna María Ómarsdóttir Fákur Vaka frá Margrétarhofi 8 Brún 6,67
Helga Rós Níelsdóttir Þytur Glaðværð frá Fremri-Fitjum 10 Brúnskjótt  6,60
Camilla Petra Sigurðardóttir Máni Drift frá Tjarnarlandi 7 Rauð 6,60
Sigríður Pjetursdóttir Sleipnir Eldur frá Þórunúpi 8 Dökkrauður 6,57
Sara Ástþórsdóttir Geysir Gjóska frá Álfhólum 7 Móskjótt 6,53
Edda Rún Ragnarsdóttir Fákur Dynur frá Árgerði 8 Jarpur 6,37
Berglind Rósa Guðmundsdóttir Sörli Hákon frá Eskiholti II 7 Brúnn 6,27
Sif Jónsdóttir Fákur Fjaðranda frá Svignaskarði 10 Jarpvindóttur 6,23
Vilfríður Sæþórsdóttir Fákur Fanney frá Múla 8 Rauð 6,20
Edda Hrund Hinriksdóttir Fákur Glæsir frá Ytri-Hofdölum 16 Rauðstjörn. 6,17
Arna Rúnarsdóttir Fákur Tryggur frá Bakkakoti 7 Fífilbleikur 6,03
Saga Mellbin Sörli Ymur frá Reynisvatni 9 Jarpur 5,93
Hulda Finnsdóttir Andvari Jódís frá Ferjubakka 3 10 Jörp 5,83
Kolbrún Grétarsdóttir Snæfellingur Stapi frá Feti 7 Jarpur 5,77
Anna B Ólafsdóttir   Bjarki frá Stekkjarhóli 12   5,27
Elsa Magnúsdóttir Sleipnir Sjóður frá Sólvangi 7 Jarpur 4,43

A-úrslit
1 Erla Guðný Gylfadóttir 8,16
2 Lena Zielinski 7,82
3 Bylgja Gauksdóttir 7,71
4 Pálína Margrét Jónsdóttir 7,54
5 Hulda Gústafsdóttir 7,50
6 Heiða Dís Fjeldsteð 7,40

B-úrslit
1 Pálína Margrét Jónsdóttir 7,40
2 Birna Káradóttir 7,28
3 Sara Sigurbjörnsdóttir 7,19
4 Anna S. Valdemarsdóttir 7,13
5 Agnes Hekla Árnadóttir 7,02


Meira vanar - forkeppni
Signe Bache  Trilla frá Þorkelshóli 2 11 Rauð  6,90
Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Máni Meiður frá Miðsitju 14 Brúntvístjörn.  6,87
Kristín Ísabella Karelsdóttir Fákur Sleipnir 7 Rauður 6,40
Ólöf Rún Guðmundsdóttir Máni Huld frá Hæli 10 Brúnn 6,37
Ása Ljungberg   Nóa   6,33
Viktoría Sigurðardóttir Máni Losti frá Kálfholti 8 Brúnstjörn. 6,23
Erla Katrín Jónsdóttir Fákur, Geysir Vænting frá Ketilsstöðum 12 Grá 6,20
Ásta Björnsdóttir Sörli, Þytur Glaumur frá Vindási 12 Sótrauður 6,13
Rósa Valdimarsdóttir Fákur Íkon frá Hákoti 9 Brúnstjörn. 6,13
Guðrún Pétursdóttir Fákur Gjafar frá Hæl 12 Grár 6,13
Sirrý Halla Stefánsdóttir Fákur Klængur frá Jarðbrú 9 Brúnn 6,07
Drífa Harðardóttir Fákur Skyggnir frá Álfhólum 10 Brúnn 6,00
Svanhildur Ævarr Valgarðsdóttir Andvari Spegill frá Eyrarbakka 10 Grábles. 5,97
Rakel Sigurhansdóttir Fákur, Hörður Glæðir frá Þjóðólfshaga 1 8 Rauður 5,97
Bára Bryndís Kristjánsdóttir Sleipnir Eskill frá Lindarbæ 8 Brúnn  5,90
Lára Jóhannsdóttir Fákur Spyrill frá Selfossi 11 Rauðbles.  5,90
Brynja Viðarsdóttir Andvari, Fákur Ernir frá Blesastöðum 1A 10 Brúnn 5,80
Edda Rún Guðmundsdóttir Fákur Gljúfri frá Bergi 8 Rauður  5,77
Rakel Róbertsdóttir Geysir Burkni frá Króki 9 Móbrúnn 5,73
Rut Skúladóttir Fákur Karen frá Árbæ 6 Brúnn 5,73
Bryndís Snorradóttir Sörli Gleði frá Hafnarfirði 7 Brúnblesótt 5,73
Elín Urður Hrafnberg Hörður, Sleipnir Garri frá Gerðum 13 Bleikálóttur 5,73
Ásgerður Svava Gissurardóttir Andvari, Sindri Surtur frá Þórunúpi 10 Brúnn 5,70
Sigríður Arndís Þórðardóttir Geysir Hugrún frá Syðra-Garðshorni 9 Grá  5,70
Helena Ríkey Leifsdóttir Gustur Hringur frá Hólkoti 11 Rauður 5,63
Miriam Wenzel Geysir Fjöður frá Gýgjarhóli 11 Rauðnös. Vindhærð 5,60
Selma Friðriksdóttir   Frosta frá Ey 10 Moldóttur 5,53
Anna Kristín Kristinsdóttir Fákur Fróði frá Torfastöðum 13 Brúnstjörn. 5,47
Sonja Noack Geysir Dáð frá Laugavöllum 10 Jörp 5,43
Gunnhildur Sveinbjarnardóttir Fákur, Ljúfur Skírnir frá Svalbarðseyri 8 Brúnn 5,37
Júlía Lindmark Fákur Hylur frá Stóra-Hofi 19 Brúnn 5,30
Þórdís Fjeldsted Faxi Móðnir frá Ölvaldsstöðum IV 10 Móálóttstjörn. 5,20
Eva María Þorvarðardóttir Fákur Fengur frá Reykjarhóli 10 Jarpur 5,07
Erla Björk Tryggvadóttir Sleipnir Flúð frá Vorsabæ II 8 Jörp 5,03
Sigurlaug Anna Auðunsd. Fákur, Máni Freyr frá Ási 1 8 Jarpur 5,00
Þóra Þrastardóttir Fákur Brimill frá Þúfu 11 Brúnn 4,80
Jessica Dahlgren Sleipnir Þruma frá Þorlákshöfn 7 Brún 4,57
Margrét Freyja Sigurðardóttir Sörli Ómur frá Hrólfsstöðum 15 Rauðbles.  4,50
Veronika Eberl  Ljúfur Kyndill frá Litla Garði 10 Jarpur 4,10
Elín Magnúsdóttir Sleipnir Hvítá frá Oddgeirshólum 4 7 Grá 3,87
Erna Guðrún Björnsdóttir Andvari Nói frá Snjallsteinshöfða 1 12 Jarpur 3,73
Elsa Hreggviðsdóttir Mandal Fákur Dalur frá Auðsholtshjáleigu 6 Rauðstjörnóttur 3,43
Þórunn Eggertsdóttir Fákur Fluga frá Bjargshóli 7 Brún 2,83

A-úrslit
1 Signe Bache 7,30
2 Kristín Ísabella Karelsdóttir 6,94
3 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir 6,84
4 Erla Katrín Jónsdóttir 6,66
5 Ólöf Rún Guðmundsdóttir 6,58
6 Ása Ljungberg 6,40

B-úrslit
1 Erla Katrín Jónsdóttir 6,33
2 Rósa Valdimarsdóttir 6,29
3 Viktoría Sigurðardóttir 6,28
4 Ásta Björnsdóttir 6,09
5 Guðrún Pétursdóttir 5,99


Minna vanar - forkeppni
Halldóra Baldvinsdóttir Fákur Hjálprekur frá Torfastöðum 8 Brúnn 7,20
Eyrún Guðmundsdóttir Fákur Freyr frá Hvítárvöllum 8 Brúnn 6,70
Stella Björg Kristinsdóttir Andvari Skeggi frá Munaðarnesi 10 Móbrúnn 6,50
Sjöfn Sóley Kolbeins Fákur, Logi Glaðdís frá Kjarnholtum I 7 Rauð 6,40
Sigríður Th. Kristinsdóttir Geysir Tíbrá frá Minni-Völlum 7 Bleikálótt  6,37
Drifa Danielsdóttir Fákur Háfeti frá Þingnesi 21 Rauðjarpur 6,27
Johanna Schulz Geysir Gormur frá Grjóti 10 Bleikbles. 6,10
Gríma Huld Blængsdóttir Sörli Þytur frá Syðra-Fjalli I 15 Jarpur 6,07
Hrefna Hallgrímsdóttir Fákur Penni frá Sólheimum 11 Brúnn 5,93
Sigrún Torfadóttir Hall Fákur Rjóður frá Dallandi 9 Rauðtvístjörn. 5,70
Sólveig Lilja Ómarsdóttir Máni Svartur frá Sörlatungu 13 Brúnn 5,67
Petra Björk Mogensen Gustur  Grani frá Fjalli 10 Bleikálótt stjörn.  5,53
Elísabet Gísladóttir Sleipnir Keðja frá Norður-Hvammi 9 Grá 5,43
Aníta Lára Ólafsdóttir Fákur Fengur frá Hofsstöðum 15 Brúnskjóttur 5,23
Sigríður Birna Björnsdóttir Fákur Dalton frá Vestri-Leirárgörðum 8 Brúnn 4,93
Birna Sif Sigurðardóttir Sóti Björk frá Sólheimum 7 Jörp 4,90
Hildur Ýr Ásmundsdóttir Fákur Njála frá Fellsmúla 8 Brún 4,77
Helena Jensdóttir Hörður Erpur frá Akranesi 9 Rauður 4,73
Steinunn Reynisdóttir Fákur Þytur frá Halldórsstöðum 12 Rauðstjörnótt.  4,67
Tinna Rut Jónsdóttir Máni Kastor frá Vatnsleysu 16 Brúnstjörn. 4,67
María Dís Sigurjónsdóttir  Sörli Spurning frá Sörlatungu 7 Brúnskjótt  4,50
Mikkalína Mekkin Gísladóttir Sleipnir Lúkas frá Klettholti 9 Leirljósbles. 4,50
Arnhildur Halldórsdóttir Fákur Sveipur frá Lyngási 4 9 Rauður 4,33
Íris Thelma Kristinsdóttir Fákur Þökk frá Velli II 8 Dökkjörp 4,07
Ursula H Englert Fákur Lúbar frá Lyngási 4 16 Grár 3,60
Fanney Melbin Sörli Kría frá Kirkjuferjuhjálegu   3,57
Guðrún Elín Guðlaugsdóttir Fákur Ófeigur frá S-Ingveldarstöðum 10 Jarpstjörn.  2,80

A-úrslit
1 Halldóra Baldvinsdóttir 7,27
2 Sjöfn Sóley Kolbeins 6,97
3 Sigríður Th. Kristinsdóttir 6,85
4 Stella Björg Kristinsdóttir 6,75
5 Drifa Danielsdóttir 6,72
6 Eyrún Guðmundsdóttir 6,70

B-úrslit
1 Drifa Danielsdóttir 6,67
2 Gríma Huld Blængsdóttir 6,22
3 Johanna Schulz 6,20
4 Hrefna Hallgrímsdóttir 6,07
5 Sigrún Torfadóttir Hall 5,53