Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2016

07. apríl 2016
Fréttir

 

Nú fer að líða að lokum Uppsveitadeildarinnar 2016. Eitt keppniskvöld er framundan þar sem keppt verður í tölti og fljúgandi skeiði. Lokakvöldið verður haldið föstudaginn 8. apríl í Reiðhöllinni á Flúðum. Keppnisliðin verða kynnt fyrir áhorfendum kl. 19:14 og töltkeppnin hefst kl. 20:00 stundvíslega.

Keppnin í fimmgangi sem fram fór þann 18. mars var jöfn og spennandi eins og svo oft áður. Eftir forkeppnina var Bjarni Bjarnason á Hnokka frá Þóroddsstöðum efstur með 7,10 en skammt á eftir honum var Matthías Leó Matthíasson á Oddaverja frá Leirubakka með 6,87 og Guðmann Unnsteinsson á Prins frá Langholtsskoti með 6,60 í einkunn. Rósa Birna Þorvaldsdóttir varð fjórða úr forkeppninni á Mekki frá Hólmahjáleigu með 6,57.

Efstur úr B-úrslitum var Arnar Bjarki Sigurðsson á Rebekku frá Kjartansstöðum með 6,57. Hann átti sérstaklega góðar skeiðsýningar í A-úrslitum og vann sig upp í 3 sæti. 

Það var mikil spenna í salnum þegar leið á A-úrslitin þar sem ljóst var að Matthías Leó og Bjarni voru mjög jafnir en að lokum skildu einungis 0,03 stig á milli þeirra og sigraði Matthías Leó fimmganginn á hinum glæsilega Oddaverja frá Leirubakka undan Aroni frá Strandarhöfði og Emstru frá Árbakka.  Matthías Leó keppir fyrir lið Pálmatrés sem er skipað félögum úr hestamannafélaginu Trausta.

Úrslit keppninnar má finna á vefsvæði Reiðhallarinnar Flúðum, www.reidhollin.is, sem á facebook síðu hennar www.facebook.com/reidhollinfludum.

Staða efstu knapa er þessi:

  1. Matthías Leó Matthíasson.     47 stig
  2. Arnar Bjarki Sigurðarson.       42 stig
  3. Guðmann Unnsteinsson.        41 stig
  4. Sólon Morthens.                       40 stig
  5. Lárus Sindri Lárusson.           31 stig
  6. Guðjón Sigurliði Sigurðsson. 30,5 stig
  7. Árný Oddbjörg Oddsdóttir.  28 stig
  8. Þórarinn Ragnarsson.              24 stig
  9. Bjarni Bjarnason.                      23 stig

Staða liðakeppninnar er þessi:

  1. Pálmatré.                         113,5 stig
  2. Hrosshagi/Sunnuhvoll 110 stig
  3. Vesturkot                         99 stig
  4. Kílhraun                          81.5 stig
  5. Landstólpi                       59 stig
  6. Lið Límtré Vírnets                   55 stig
  7. JÁVERK                           41 stig
  8. Brekka / Dalsholt          37 stig