Uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu

Það styttist óðum í uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda 2. nóvember. Hátíðin er að þessu sinni haldin á Hótel Sögu og býður Hótel Saga veislugestum sértilboð á gistingu í tengslum við hátíðina. Boðið verður upp á þriggja rétta hátíðarmatseðil ásamt hefðbundinni dagskrá uppskeruhátíðar.

Nánar um uppskeruhátíðina:

  • Okkar fremstu afreksknapar og ræktunarfólk heiðrað
  • Frábær skemmtiatriði og fjöldasöngur
  • Magni Ásgeirsson og Á móti sól leika fyrir dansi.
  • Miðaverð kr. 12.000.
  • Miðapantanir eru á netfanginu uppskeruhatidhestamanna@gmail.com

 Hótel Saga býður gestum Uppskeruhátíðarinnar sértilboð á gistingu:

  • Einstaklingsherbergi 15.600 kr.
  • Tveggja manna herbergi 18.700 kr.

 Til að panta herbergi á sérkjörum þarf að hafa samband við Hótel Sögu í síma 525-9921 (Erna.thorarinsdottir@radissonblu.com) og gefa upp afsláttarkóðann 191102HROS.

Afbókun herbergja er möguleg til kl. 16:00 á komudegi, eftir kl. 16:00 greiðist afbókunargjald sem nemur einnar nætur gistingu, staðfesta þarf bókun með kreditkortaupplýsingum.