Uppskeruhátíð hestamanna 7. nóvember

 

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg á laugardaginn næstkomandi í Gullhömrum Grafarholti. Húsið opnar kl. 19:00 og hátíðin verður sett kl. 20:00.

Matseðill:

Humarsúpa með ristuðum humarhölum og nýbökuðu brauði

Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu

Vanilluís Gelato með súkkulaði og Oreokurli

Að verðlaunaafhendingu lokinni munu Hreimur og hljómsveit hússins skemmta gestum fram á rauða nótt. Þeir sem vilja aðeins kíkja á ballið geta mætt kl. 23:00, aðgangseyri kr. 3000

 

Hlökkum til að sjá ykkur!