Uppskeruhátíð hestamanna 2018

29. október 2018
Fréttir

Uppskeruhátíð hestamanna var haldin á Gullhömrum þann 27. október. Hátíðin fór vel fram með hefðbundinni dagskrá, Kenneth Máni kom og kitlaði hláturtaugarnar en hápunkturinn var þegar íþróttamenn okkar og heiðursverðlaunahafar voru verðlaunaðir. 

Til hamingju með árangurinn árinu 2018

Íþróttaknapi ársins
Jakob Svavar Sigurðsson

Skeiðknapi ársins
Konráð Valur Sveinsson

Gæðingaknapi ársins
Teitur Árnason

Kynbótaknapi ársins
Árni Björn Pálsson

Efnilegastiknapi ársins
Arnór Dan Kristinsson

Knapi ársins
Árni Björn Pálsson

Ræktun keppnishrossa LH / Keppnishestabú ársins
Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar

LH veitti Hermanni Árnasyni heiðursverðlaun LH. En hann ferðaðist á hestum landið í svokallaðri stjörnureið, á linkunum hér að neðan má lesa greinar og hlusta á viðtöl við Hermann um þessar mögnuðu ferð:

Frétt á mbl.is 21.júní 2018     
Viðtal á ruv.is
Frétt á frettabladid.is
Grein á horsesoficeland.is

LH veitti einnig Védísi Huld Sigurðardóttur sérstaka viðurkenningu fyrir frábæran árangur á Norðurlandamóti en þar varð hún fimmfaldur Norðurlandameistari.

Félag hrossabænda verðlaunaði ræktunarbú ársins og þann heiður hlaut ræktunarbúið Ketilstaðir/Syðri Gegnishólar.

Heiðursverðlaun félags hrossabænda hlaut Sóveig Stefánsdóttir í Miðsitju og hér má sjá myndbandið sem sýnt var um Sólveigu á hátíðinnni

LH óskar verðlaunahöfum til hamingju með sín verðlaun og klárt mál að ekkert nema dugnaður, markviss þjálfun og elja skila slíkum sigrum sem þessir íþróttamenn ná.

Heiðursverðlaun FHB Sólveig Stefánsdóttir MiðsitjaKeppnishestabú LH Keitilstaðir/Syðri GegnishólarKonráð Valur Sveinsson, skeiðknapi ársins 2018