Uppskeruhátíð hestamanna 2008

24. september 2008
Fréttir
Knapa árins 2007 hampað
Miðar á Uppskeruhátíðina rjúka út!Miðar á Uppskeruhátíðina rjúka út!

Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna er í fullum gangi og rjúka miðarnir út. Fáir miðar eru eftir í borðhaldið og eru áhugasamir hvattir til að tryggja sér miða sem fyrst. Hátíðin fer fram á Broadway laugardaginn 8. nóvember nk. og að venju verða knapar ársins í öllum flokkum útnefndir ásamt hrossaræktanda ársins.

Boðið verður upp á sprell og gaman yfir borðhaldi og svo mun stórhljómsveitin \"Í svörtum fötum\" leika fyrir dansi fram á nótt undir forystu orkuboltans Jónsa.

Miðasalan fer fram hjá Broadway í Reykjavík í síma 533 1100 og í miðasölu Broadway Ármúla 9, alla virka daga frá kl. 12-18. Miðaverð er kr. 7.900 í borðhald og dansleik, en kr. 2.000 á dansleik frá miðnætti. Snyrtilegs klæðnaðar er krafist.

Ekki missa af þessari stórhátíð hestamanna - tryggðu þér miða strax!

 

Félag hrossabænda og Landssamband hestamannafélaga

www.broadway.is

 

Mynd: Knapa árins 2007 hampað. Ljósm.: HGG