Uppskeruhátíð hestafólks 2023

28. september 2023
Fréttir

Laugardaginn 18. nóvember fer fram uppskeruhátíð hestamannafélagana. Hátíðin fer fram í Gamla Bíó og verður hún hin glæsilegasta þar sem Jógvan og Friðrik Ómar munu stýra veislunni. Lúx veitingar munu sjá um sitjandi borðhald og matseðillinn verður ekki af verri endanum. Sigga Beinteins mun stíga á stokk og DJ Atli mun sjá til þess að stuðið endist fram á nótt.

Keppnisárið var einstaklega gjöfult á glæislegar sýningar og því verður spennandi að sjá hvaða knapar verða tilnefndir og verðlaunaðir í eftirfarandi flokkunum:

Efnilegasti knapi ársins

Íþróttaknapi ársins

Gæðingaknapi ársins

Skeiðknapi ársins

Kynbótaknapi ársins

Knapi ársins

Við hlökkum til að eiga frábært kvöld með hestafólki. Miðaverð er 12500kr. Við hvetjum áhugasama til að tryggja sér miða sem fyrst í vefverslun.