Uppfærðar reglur um keppni í gæðingafimi LH

Gæðingafiminefnd LH hélt prufumót í byrjun febrúar þar sem keppt var eftir nýjum reglum LH um gæðingafimi til að fá reynslu á reglurnar. Að móti loknu gerði nefndin breytingar á nokkrum atriðum.

Þær breytingar sem gerðar voru frá því reglurnar voru birtar í haust eru:

 • Knapi má nýta sér frjálsa æfingu oftar en einu sinni.
 • Lágmarksfjöldi æfinga hefur lækkað á öllum stigunum. Á 2. og 3.stigi hefur æfingafjöldi lækkað úr 5 æfingum í 4 æfingar. Á 1.stigi hefur æfingafjöldi lækkað úr 4 æfingum í 3 æfingar.
 • Fet má sýna hvar sem er á vellinum til hámarkseinkunnar.
 • Eftirfarandi klausa bættist við á stigi 2 og 3:
  Allar æfingar eru framkvæmdar án stuðnings við vegg. Knapi skal miða við að æfingin sé framkvæmd a.m.k. tveimur metrum frá veggnum.
  Knapi getur hæst hlotið einkunnina 5 (æfingin sjálf hlýtur einkunnina 10) sé æfingin framkvæmd upp við vegg.
 • Eftirfarandi klausa bættist við á stigi 2 og 3:
  Til þess að knapi sem ekki sýnir skeið hljóti fullnaðareinkunn fyrir tölt þarf hann að sýna tvær útfærslur á tölti hið minnsta.  Hægt tölt, milliferðar tölt, greitt tölt, tölt við slakan taum eða tölt með hraðamun. Til að hægt sé að hljóta hámarkseinkunn fyrir tölt (7 eða hærra í einkunn) þarf knapi að sýna bæði hægt tölt og greitt tölt. Hægt tölt þarf að vera sem nemur 2/3 af langhlið.
 • Gerðar voru nokkrar breytingar á 1. stigi (sjá meðfylgjandi skjal)
 • Útskýringar á því hvernig knapi sækir um frjálsa æfingu hafa verið bættar.

Uppfærðar reglur um gæðingafimi LH eru hér.