Undanþága frá reglu um val hrossa og keppenda á Fjórðungsmóti 2023

08. júní 2023
Fréttir
Fjórðungsmót Austurlands fer fram 6-9 júlí 2023

Keppnisnefnd LH barst erindi frá mótshöldurum Fjórðungsmóts Austurlands 2023 um undanþágu frá reglu 5 í reglugerð um Lands- og fjórðungsmót um val keppenda á Fjórðungsmótið á Austurlandi í sumar.

Keppnisnefnd tók undir sjónarmið umsækjenda og beindi því til afgreiðslu stjórnar LH að veita undanþágu frá áðurnefndri reglu.  

Stjórn LH hefur samþykkt erindið.

Hestamannafélög sem eiga aðild að Fjórðungsmóti Austurlands 2023 hafa því heimild til þess að velja sína fulltrúa á mótið án undangenginnar úrtöku hjá félögunum.