Umsóknir um landsmótsstaði 2012 og 2014

29. ágúst 2007
Fréttir
Stjórn Landssambands hestamanna (LH) auglýsir hér með eftir umsóknum frá áhugasömum hestamannafélögum/rekstraraðilum vegna mótahalds Landsmóts hestamanna áranna 2012 og 2014.Stjórn Landssambands hestamanna (LH) auglýsir hér með eftir umsóknum frá áhugasömum hestamannafélögum/rekstraraðilum vegna mótahalds Landsmóts hestamanna áranna 2012 og 2014.Stjórn Landssambands hestamanna (LH) auglýsir hér með eftir umsóknum frá áhugasömum hestamannafélögum/rekstraraðilum vegna mótahalds Landsmóts hestamanna áranna 2012 og 2014.

Umsókn skal fylgja stutt greinargerð um viðkomandi svæði, ásamt drögum að kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu og stuttri lýsingu á staðarháttum. Umsækjendum er bent á að kynna sér lög og reglugerð LH er varða undirbúning og framkvæmd landsmóta á heimasíðu LH, www.lhhestar.is.

Skriflegar umsóknir skulu berast skrifstofu LH eigi síðar en 1. febrúar 2009.

Stjórn Landssamband hestamannafélaga
Engjavegi 6      104 Reykjavík     sími:  514 4030    www.lhhestar.is